Þingmenn töluvert loðnari í svörum um sameiningu en atvinnulífið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2023 11:01 Menntskælingar í Menntaskólanum á Akureyri hafa áður mótmælt fyrirhugaðri sameiningu. Meirihluti þingmanna í Norðausturkjördæmi sem lýst hefur afstöðu sinni til fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna MA og VMA er andsnúinn fyrirhugaðri sameiningu skólanna. Tveir þingmenn eru hvorki með né á móti. Alls segjast 25 fyrirtæki á Akureyri vera andsnúin sameiningunni, í tilkynningu. Fréttastofa sendi þingmönnum Norðausturkjördæmis fyrirspurn í síðustu viku vegna fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna tveggja. Þingmenn höfðu viku til að svara. Þeir voru spurðir hver afstaða þeirra væri til sameiningarinnar, hvort þeir væru með eða á móti og hvers vegna þá? Alls bárust svör frá fjórum þingmönnum en þingmenn kjördæmisins eru tíu. Áður hafði einn þingmannanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, gert grein fyrir skoðun sinni á sameiningunni á Facebook. Ekki bárust svör frá Sigmundi Davíð, þingmanni Miðflokksins, Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingkonu Framsóknar, Jakobi Frímanni Magnússyni, þingmanni Flokks fólksins, Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknar og Jódísi Skúladóttur, þingkonu Vinstri grænna Megin markmiðið sé sparnaður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar segjast bæði vera mótfallin fyrirhugaðri sameiningu í svörum til fréttastofu Áður hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýst þeirri skoðun sinni á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann spyr þar hvort ekki hefði verið heppilegra að ljúka því að skoða kosti og galla sameiningar skólanna Þingmennirnir furða sig á því að vinnu við undirbúning vegna sameiningarinnar hafi ekki verið lokið. Vísir Bæði Bjarkey og Logi segjast í svörum til fréttastofu hafa áhyggjur af því að markmið breytinganna sé sparnaður „Það blasir við að megin markmiðið er sparnaður. Háleit orð ráðherra um farsæld barna og unglinga virðast nú skipta minna máli,“ segir Logi. Hann hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook. Hann segir að um leið og áformin hafi verið kynnt hafi verið talað um að nú hæfist vinna við að skoða kosti og galla hugmyndarinnar. „Einhver gæti því sagt að byrjað væri á öfugum enda. Hér er um að ræða tvo stóra en mjög ólíka skóla, með gjörólíkan skólabrag. Bjarkey segist ekki hlynnt sameiningunni. Hún telur hana ekki þjóna þeim tilgangi að efla nám eða hafa það fjölbreyttara. „Hef líka áhyggjur af þeim störfum sem tapast ef ætlunin er að spara 300-400 milljónir.“ Ekki allar forsendur komnar fram Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hvorki vera með né á móti, þar sem ekki séu allar forsendur komnar fram í málinu. „Það þarf að liggja fyrir skýrt hvernig breytingin mun hafa áhrif á samfélagið á Akureyri og eins hugnast mér ekki að fækka valkostum unga fólksins til framhaldsmenntunar á landsbyggðinni.“ Berglind og Ingibjörg segja ekki allar forsendur komnar fram í málinu. Vísir Hún segir að sér finnist samráðsleysi við unga fólkið ámælisvert. Hún sé þó alltaf hlynnt því að leitað sé leiða til að hagræða í opinberum rekstri þar sem því verður við komið og að iðn-og verknám verði eflt til muna á Akureyri og að áskoranir sem birtist í fækkun bóknámsnema og lélegrar nýtingar á húsnæði séu leystar. Ingibjörg Isaksen, þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir mikilvægt að niðurstaða vinnuhóps um sameiningu sýni fram á að sameiningin efli námið og svæðið. „Ég er mjög hörð á því að niðurstöðurnar verði að sýna fram á það að sameiningin efli námið og svæðið því ef það kemur ekki fram eftir þessa vinnu þá tel ég ólíklegt að ráðist verði í þetta.“ Atvinnulífið mótmælir sameiningunni Alls skrifa 25 fyrirtæki nafn sitt undir tilkynningu þar sem fyrirhugaðri sameiningu skólanna tveggja er mótmælt. Þar á meðal eru Bautinn, Samherji og Skógarböðin á Akureyri. „Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri njóta báðir viðurkenningar og virðingar nemenda og bæjarbúa. Þeir svara um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri og um þá fjölbreytni og samkeppni milli skólanna hefur ríkt víðtæk sátt.“ Segja fyrirtækin að óskiljanlegt sé að Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra vilji nú rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna og að hann fullyrði fortakslaust með hliðsjón af niðurstöðu stýrihóps í hans ráðuneyti „að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu.“ „Telji ráðherrann að samlegðaráhrif fjárhagsleg og fagleg myndu nást með sameiningunni hefði verið eðlilegra að byrja á að láta reyna á þá samlegð með auknu samstarfi skólanna og með skýrum markmiðum sem tækju mið af þeim áskorunum framtíðar sem ráðherra telur sig greina.“ Áhyggjuefni sé að stjórnvöld gangi til verka í þessum efnum með þeim hætti að gera fyrirfram hvorki greiningu á kostum og göllum sameiningarinnar, né þörfum atvinnulífsins í landshlutanum. „Og hafi heldur ekki haft samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu um fyrirhugaðar breytingar. Fyllsta ástæða er til að ætla að þær breytingar valdi framhaldsskólastiginu á Akureyri varanlegum skaða. Óskum við hér með eftir fundi með ráðherra til þess að fara vandlega yfir hans rök og okkar.“ Fyrirtækin sem leggja nafn sitt við tilkynninguna: Ak-inn, Ferro Zink, Húsheild/Hyrna, Íslensk Verðbréf, Kjarnafæði Norðlenska, Leirunesti, N Hansen, Rafeyri, Rub23, Sigurgeir Svavarsson, verktaki, Slippurinn Akureyri, T-Plús, Veitingahúsið Greifinn, Bautinn, Akureyri, Finnur,verktaki og vélaleiga, Höldur – Bílaleiga Akureyrar, Kaldbakur, Kælismiðjan Frost, Malbikun Norðurlands, Norlandair, Raftákn, Samherji, Skógarböðin, SS Byggir, Vélfag Skólanefnd Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri leggur til að hugmyndum ráðherra um samruna MA og VMA verði frestað á meðan haldbær rök um ábata liggja ekki ljós fyrir. „Nefndin leggur til að ráðist verði í ítarlega fýsileikakönnun um kosti og galla samruna skólanna. Fýsileikakönnun þurfi að sýna fram á með óyggjandi hætti að samruni efli bæði gæðastarf og námsframboð en komi einnig til móts við félagslegar þarfir nemenda á fjölbreyttan máta. Nefndin telur nauðsynlegt að til að unnt sé að ná breiðri sátt um framhaldið þurfi sú vinna að liggja fyrir áður en lengra er haldið,“ segir í ályktun nefndarinnar. Eindregin andstaða kennarafélagsins Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri fundaði föstudaginn 8. september og sendi í kjölfarið frá sér ályktun um eindregna andstöðu viðfyrirhugaðri sameiningu MA og VMA. Ályktunin fylgir hér, orðrétt: Ályktun kennarafélags Menntaskólans á Akureyri Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri lýsir yfir eindreginni andstöðu við áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans. Skýrsla stýrihóps mennta- og barnamálaráðuneytis var unnin án aðkomu almenns starfsfólks og nemenda skólanna sem um ræðir, þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð og samvinnu. Fjölmargar þversagnir og rangfærslur eru í skýrslunni. Hún leiðir í ljós undirliggjandi ástæðu þessara sameiningaráforma, sem er niðurskurður. Meðal þess sem slíkar aðgerðir byggja á er fækkun sálfræðinga, námsráðgjafa og kennara. Fækkun starfsfólks og stækkun nemendahópa samrýmist engan veginn áformum um aukinn stuðning við nemendur í sameinuðum skóla. MA og VMA eru framúrskarandi skólar, hvor með sína sérstöðu, sögu og menningu. Þeir hafa sett svip sinn á nærsamfélagið um langa tíð og hafa þrifist vel hvor í nábýli við annan undanfarin 40 ár. Skólarnir hafa átt í farsælu samstarfi og vilji er hjá kennarafélagi MA að efla það enn frekar. Niðurskurðurinn í framhaldsskólakerfinu er nú þegar of mikill. Stutt er síðan þriggja ára stúdentspróf var tekið upp með tilheyrandi sparnaði og auknu álagi á nemendur. Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri skorar á ráðherra að falla frá áformum um sameiningu. Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira
Fréttastofa sendi þingmönnum Norðausturkjördæmis fyrirspurn í síðustu viku vegna fyrirhugaðrar sameiningar menntaskólanna tveggja. Þingmenn höfðu viku til að svara. Þeir voru spurðir hver afstaða þeirra væri til sameiningarinnar, hvort þeir væru með eða á móti og hvers vegna þá? Alls bárust svör frá fjórum þingmönnum en þingmenn kjördæmisins eru tíu. Áður hafði einn þingmannanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, gert grein fyrir skoðun sinni á sameiningunni á Facebook. Ekki bárust svör frá Sigmundi Davíð, þingmanni Miðflokksins, Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingkonu Framsóknar, Jakobi Frímanni Magnússyni, þingmanni Flokks fólksins, Þórarni Inga Péturssyni, þingmanni Framsóknar og Jódísi Skúladóttur, þingkonu Vinstri grænna Megin markmiðið sé sparnaður Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar segjast bæði vera mótfallin fyrirhugaðri sameiningu í svörum til fréttastofu Áður hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lýst þeirri skoðun sinni á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann spyr þar hvort ekki hefði verið heppilegra að ljúka því að skoða kosti og galla sameiningar skólanna Þingmennirnir furða sig á því að vinnu við undirbúning vegna sameiningarinnar hafi ekki verið lokið. Vísir Bæði Bjarkey og Logi segjast í svörum til fréttastofu hafa áhyggjur af því að markmið breytinganna sé sparnaður „Það blasir við að megin markmiðið er sparnaður. Háleit orð ráðherra um farsæld barna og unglinga virðast nú skipta minna máli,“ segir Logi. Hann hefur einnig tjáð sig um málið á Facebook. Hann segir að um leið og áformin hafi verið kynnt hafi verið talað um að nú hæfist vinna við að skoða kosti og galla hugmyndarinnar. „Einhver gæti því sagt að byrjað væri á öfugum enda. Hér er um að ræða tvo stóra en mjög ólíka skóla, með gjörólíkan skólabrag. Bjarkey segist ekki hlynnt sameiningunni. Hún telur hana ekki þjóna þeim tilgangi að efla nám eða hafa það fjölbreyttara. „Hef líka áhyggjur af þeim störfum sem tapast ef ætlunin er að spara 300-400 milljónir.“ Ekki allar forsendur komnar fram Berglind Ósk Guðmundsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hvorki vera með né á móti, þar sem ekki séu allar forsendur komnar fram í málinu. „Það þarf að liggja fyrir skýrt hvernig breytingin mun hafa áhrif á samfélagið á Akureyri og eins hugnast mér ekki að fækka valkostum unga fólksins til framhaldsmenntunar á landsbyggðinni.“ Berglind og Ingibjörg segja ekki allar forsendur komnar fram í málinu. Vísir Hún segir að sér finnist samráðsleysi við unga fólkið ámælisvert. Hún sé þó alltaf hlynnt því að leitað sé leiða til að hagræða í opinberum rekstri þar sem því verður við komið og að iðn-og verknám verði eflt til muna á Akureyri og að áskoranir sem birtist í fækkun bóknámsnema og lélegrar nýtingar á húsnæði séu leystar. Ingibjörg Isaksen, þingmaður og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir mikilvægt að niðurstaða vinnuhóps um sameiningu sýni fram á að sameiningin efli námið og svæðið. „Ég er mjög hörð á því að niðurstöðurnar verði að sýna fram á það að sameiningin efli námið og svæðið því ef það kemur ekki fram eftir þessa vinnu þá tel ég ólíklegt að ráðist verði í þetta.“ Atvinnulífið mótmælir sameiningunni Alls skrifa 25 fyrirtæki nafn sitt undir tilkynningu þar sem fyrirhugaðri sameiningu skólanna tveggja er mótmælt. Þar á meðal eru Bautinn, Samherji og Skógarböðin á Akureyri. „Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri njóta báðir viðurkenningar og virðingar nemenda og bæjarbúa. Þeir svara um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri og um þá fjölbreytni og samkeppni milli skólanna hefur ríkt víðtæk sátt.“ Segja fyrirtækin að óskiljanlegt sé að Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra vilji nú rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna og að hann fullyrði fortakslaust með hliðsjón af niðurstöðu stýrihóps í hans ráðuneyti „að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu.“ „Telji ráðherrann að samlegðaráhrif fjárhagsleg og fagleg myndu nást með sameiningunni hefði verið eðlilegra að byrja á að láta reyna á þá samlegð með auknu samstarfi skólanna og með skýrum markmiðum sem tækju mið af þeim áskorunum framtíðar sem ráðherra telur sig greina.“ Áhyggjuefni sé að stjórnvöld gangi til verka í þessum efnum með þeim hætti að gera fyrirfram hvorki greiningu á kostum og göllum sameiningarinnar, né þörfum atvinnulífsins í landshlutanum. „Og hafi heldur ekki haft samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu um fyrirhugaðar breytingar. Fyllsta ástæða er til að ætla að þær breytingar valdi framhaldsskólastiginu á Akureyri varanlegum skaða. Óskum við hér með eftir fundi með ráðherra til þess að fara vandlega yfir hans rök og okkar.“ Fyrirtækin sem leggja nafn sitt við tilkynninguna: Ak-inn, Ferro Zink, Húsheild/Hyrna, Íslensk Verðbréf, Kjarnafæði Norðlenska, Leirunesti, N Hansen, Rafeyri, Rub23, Sigurgeir Svavarsson, verktaki, Slippurinn Akureyri, T-Plús, Veitingahúsið Greifinn, Bautinn, Akureyri, Finnur,verktaki og vélaleiga, Höldur – Bílaleiga Akureyrar, Kaldbakur, Kælismiðjan Frost, Malbikun Norðurlands, Norlandair, Raftákn, Samherji, Skógarböðin, SS Byggir, Vélfag Skólanefnd Skólanefnd Menntaskólans á Akureyri leggur til að hugmyndum ráðherra um samruna MA og VMA verði frestað á meðan haldbær rök um ábata liggja ekki ljós fyrir. „Nefndin leggur til að ráðist verði í ítarlega fýsileikakönnun um kosti og galla samruna skólanna. Fýsileikakönnun þurfi að sýna fram á með óyggjandi hætti að samruni efli bæði gæðastarf og námsframboð en komi einnig til móts við félagslegar þarfir nemenda á fjölbreyttan máta. Nefndin telur nauðsynlegt að til að unnt sé að ná breiðri sátt um framhaldið þurfi sú vinna að liggja fyrir áður en lengra er haldið,“ segir í ályktun nefndarinnar. Eindregin andstaða kennarafélagsins Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri fundaði föstudaginn 8. september og sendi í kjölfarið frá sér ályktun um eindregna andstöðu viðfyrirhugaðri sameiningu MA og VMA. Ályktunin fylgir hér, orðrétt: Ályktun kennarafélags Menntaskólans á Akureyri Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri lýsir yfir eindreginni andstöðu við áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um sameiningu framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólans og Verkmenntaskólans. Skýrsla stýrihóps mennta- og barnamálaráðuneytis var unnin án aðkomu almenns starfsfólks og nemenda skólanna sem um ræðir, þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð og samvinnu. Fjölmargar þversagnir og rangfærslur eru í skýrslunni. Hún leiðir í ljós undirliggjandi ástæðu þessara sameiningaráforma, sem er niðurskurður. Meðal þess sem slíkar aðgerðir byggja á er fækkun sálfræðinga, námsráðgjafa og kennara. Fækkun starfsfólks og stækkun nemendahópa samrýmist engan veginn áformum um aukinn stuðning við nemendur í sameinuðum skóla. MA og VMA eru framúrskarandi skólar, hvor með sína sérstöðu, sögu og menningu. Þeir hafa sett svip sinn á nærsamfélagið um langa tíð og hafa þrifist vel hvor í nábýli við annan undanfarin 40 ár. Skólarnir hafa átt í farsælu samstarfi og vilji er hjá kennarafélagi MA að efla það enn frekar. Niðurskurðurinn í framhaldsskólakerfinu er nú þegar of mikill. Stutt er síðan þriggja ára stúdentspróf var tekið upp með tilheyrandi sparnaði og auknu álagi á nemendur. Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri skorar á ráðherra að falla frá áformum um sameiningu.
Ak-inn, Ferro Zink, Húsheild/Hyrna, Íslensk Verðbréf, Kjarnafæði Norðlenska, Leirunesti, N Hansen, Rafeyri, Rub23, Sigurgeir Svavarsson, verktaki, Slippurinn Akureyri, T-Plús, Veitingahúsið Greifinn, Bautinn, Akureyri, Finnur,verktaki og vélaleiga, Höldur – Bílaleiga Akureyrar, Kaldbakur, Kælismiðjan Frost, Malbikun Norðurlands, Norlandair, Raftákn, Samherji, Skógarböðin, SS Byggir, Vélfag
Akureyri Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Sjá meira