Kona er þungt hugsi um spurninguna: Hver er framtíð óperu á Íslandi? Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir skrifar 13. september 2023 07:31 Nú hefur hópur óánægðra söngvara haldið uppi háværri gagnrýni í garð Íslensku Óperunnar í nokkur ár allt frá því að þekkt launadeila fór fyrir dóm þar sem Óperan vann fyrir héraðsdómi og tapaði í Landsrétti. Mál sem augljóslega var ekki borðleggjandi. Hefur þessi gagnrýni síðan einkennst af óvild í garð stjórnar og óperustjóra Íslensku Óperunnar með ansi dramatískri framvindu svo vægt sé til orða tekið. Í stuttu máli sagt stefnir í að við sem þjóð verðum mögulega án óperu í þeirri stóru mynd sem Íslensku Óperunni einni hefur verið fært að starfrækja síðustu 45 árin. Og nú steðjar að listforminu í heild tilvistarleg ógn þrátt fyrir fögur orð ráðherra og nefndar um nýja Þjóðaróperu. Og hvers vegna? Jú, því hópur vissra einsöngvara er ekki glaður með kjör sín og hefur síðan leitað linnulaust eftir hverri þeirri gagnrýni sem skella má á Ísl óperuna. Sögusagnir um einelti og ofbeldi af hálfu óperustjóra hafa flogið manna á milli, en engar þeirra sagna verið birtar opinberlega né fengið formlega meðferð. Af hverju spyr maður sig. Kannski vegna þess að tilefnin teljast ekki nægileg? Við erum nokkur tugur faglærðra söngvara sem starfað hefur við óperuna í fjölda ára. Ekkert okkar kannast við þessar sögusagnir og allir sem einn komu af fjöllum þegar Fagfélag Íslenskra Söngvara á Íslandi (Klassís) hóf aðför sína að vinnustaðnum okkar með áskorun til menningaráðherra þess efniað stjórn og óperustjóri víki tafarlaust og að stöðva verði fjárveitingar til Óperunnar. Óperustjóri vék ekki og ráðherra dró úr fjármögnun óperunnar að því magni að nú stöndum við uppi atvinnulaus innan okkar fags, þar sem Óperan hefur neyðst til að segja upp öllu sínu starfsfólki en þó með þeirri veiku von að setja upp nýtt íslenskt verk árið 2024 samkvæmt fyrri samningum. Það gerist kannski og kannski ekki, og eftir það, hvað þá? Það telst ansi hart að okkar eigin hagsmunasamtök vinni með þessu þvert gegn hagsmunum stórs hluta félagsmanna sinna, sem leitt hefur til að hluti okkar lifbrauðs er orðið að engu. En hvað liggur að baki fögrum orðum um nýja Þjóðaróperu? Í dag stöndum við frammi fyrir gífurlegum niðurskurði í málefnum menningar og listar í nýrri fjármálaáætlun ráðuneytisins. Kannski ekki skrítið þegar að okkur steðjar óðaverðbólga og kreppa sem ætlar alla að kæfa. Því má teljast víst að þegar ráðherra menningar- og viðskipta fékk beiðni þess efnis að skerða fjárframlög til Íslensku Óperunnar að ósk Klassís sjálfs, hafi henni hlotnast ósk sín á silfurplatta. En hversu oft gerist það að fagfólk biður um niðurskurð innan síns eigin sviðs á sinni eigin menningarstofnun? Eða, kannski er það heldur ekki svo einfalt. Þau báðu jú einnig um að það fé sem eyrnamerkt hefur verið Íslensku Óperunni, fari heldur til grasrótarinnar sem í eyrum margra myndi teljast til hagsmunaárekstrar. Þetta féllst ráðherra á og hefur þar með rekið fleyg á milli söngvara og stofnunarinnar þar sem sumir eiga hagsmuna að gæta í endalokum hennar, en aðrir ekki. Höfum það á hreinu að grasrótin hefur unnið frábært starf og það er fagnaðarefni að hún fái aukið fjármagn til að vaxa og blómstra. T.d. er Íslenska Óperan sjálf sprottin upp úr grasrót síns tíma. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að líkja saman stórum óperuuppfærslum Íslensku óperunnar með hljómsveit og minni uppfærslum grasrótarinnar, aðlöguðum og jafnvel styttum. Báðar tegundirnar eiga rétt á sér en hvorug kemur í stað hinnar. Slíkt svarar ekki væntingum þeirra þúsunda áhorfenda sem sótt hafa uppfærslur óperunnar síðustu áratugina og fyllt hafa hverja sýninguna á fætur annarri, þeirra á meðal sýningar sem hlotið hafa viðurkenningar langt út fyrir landsteinana og fengið stjörnudóma á alþjóðlegum vettvangi. Ósk þjóðarinnar er skýr, að Íslenska óperan fái að halda ótrauð áfram sem flaggskip óperusenunnar hér á landi. Þessi aðför að Íslensku óperunni hlýtur að teljast stórkostleg afturför í menningarsögu okkar þjóðar. Þetta stórhættulega fjárhættuspil á skilið samtal með þjóðinni og stuðning okkar allra burtséð frá hagsmunatengslum. Málið er einfaldlega stærra en persónulegar deilur eða ávinningar einstakra aðila. Konu blöskrar og henni er brugðið og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um leið og hún kallar eftir stuðningi þjóðarinnar til að standa vörð um þann 45 ára menningarlega arf okkar allra sem hvorki stjórn né stjórnendur eiga að geta tekið frá okkur. Auðvitað, úr því sem komið er, ætti Ísl. Óperan og arfleifð hennar að nýtast sem grunnur að nýrri Þjóðaróperu, og tryggja samfellda þjónustu við almenning og að óskert fjármagn berist til hennar þar til hin nýja verður tilbúin til starfa. Með einlægni, Silla Knudsen, söngvari í Kór Íslensku Óperunnar síðan árið 2005. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Nú hefur hópur óánægðra söngvara haldið uppi háværri gagnrýni í garð Íslensku Óperunnar í nokkur ár allt frá því að þekkt launadeila fór fyrir dóm þar sem Óperan vann fyrir héraðsdómi og tapaði í Landsrétti. Mál sem augljóslega var ekki borðleggjandi. Hefur þessi gagnrýni síðan einkennst af óvild í garð stjórnar og óperustjóra Íslensku Óperunnar með ansi dramatískri framvindu svo vægt sé til orða tekið. Í stuttu máli sagt stefnir í að við sem þjóð verðum mögulega án óperu í þeirri stóru mynd sem Íslensku Óperunni einni hefur verið fært að starfrækja síðustu 45 árin. Og nú steðjar að listforminu í heild tilvistarleg ógn þrátt fyrir fögur orð ráðherra og nefndar um nýja Þjóðaróperu. Og hvers vegna? Jú, því hópur vissra einsöngvara er ekki glaður með kjör sín og hefur síðan leitað linnulaust eftir hverri þeirri gagnrýni sem skella má á Ísl óperuna. Sögusagnir um einelti og ofbeldi af hálfu óperustjóra hafa flogið manna á milli, en engar þeirra sagna verið birtar opinberlega né fengið formlega meðferð. Af hverju spyr maður sig. Kannski vegna þess að tilefnin teljast ekki nægileg? Við erum nokkur tugur faglærðra söngvara sem starfað hefur við óperuna í fjölda ára. Ekkert okkar kannast við þessar sögusagnir og allir sem einn komu af fjöllum þegar Fagfélag Íslenskra Söngvara á Íslandi (Klassís) hóf aðför sína að vinnustaðnum okkar með áskorun til menningaráðherra þess efniað stjórn og óperustjóri víki tafarlaust og að stöðva verði fjárveitingar til Óperunnar. Óperustjóri vék ekki og ráðherra dró úr fjármögnun óperunnar að því magni að nú stöndum við uppi atvinnulaus innan okkar fags, þar sem Óperan hefur neyðst til að segja upp öllu sínu starfsfólki en þó með þeirri veiku von að setja upp nýtt íslenskt verk árið 2024 samkvæmt fyrri samningum. Það gerist kannski og kannski ekki, og eftir það, hvað þá? Það telst ansi hart að okkar eigin hagsmunasamtök vinni með þessu þvert gegn hagsmunum stórs hluta félagsmanna sinna, sem leitt hefur til að hluti okkar lifbrauðs er orðið að engu. En hvað liggur að baki fögrum orðum um nýja Þjóðaróperu? Í dag stöndum við frammi fyrir gífurlegum niðurskurði í málefnum menningar og listar í nýrri fjármálaáætlun ráðuneytisins. Kannski ekki skrítið þegar að okkur steðjar óðaverðbólga og kreppa sem ætlar alla að kæfa. Því má teljast víst að þegar ráðherra menningar- og viðskipta fékk beiðni þess efnis að skerða fjárframlög til Íslensku Óperunnar að ósk Klassís sjálfs, hafi henni hlotnast ósk sín á silfurplatta. En hversu oft gerist það að fagfólk biður um niðurskurð innan síns eigin sviðs á sinni eigin menningarstofnun? Eða, kannski er það heldur ekki svo einfalt. Þau báðu jú einnig um að það fé sem eyrnamerkt hefur verið Íslensku Óperunni, fari heldur til grasrótarinnar sem í eyrum margra myndi teljast til hagsmunaárekstrar. Þetta féllst ráðherra á og hefur þar með rekið fleyg á milli söngvara og stofnunarinnar þar sem sumir eiga hagsmuna að gæta í endalokum hennar, en aðrir ekki. Höfum það á hreinu að grasrótin hefur unnið frábært starf og það er fagnaðarefni að hún fái aukið fjármagn til að vaxa og blómstra. T.d. er Íslenska Óperan sjálf sprottin upp úr grasrót síns tíma. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að líkja saman stórum óperuuppfærslum Íslensku óperunnar með hljómsveit og minni uppfærslum grasrótarinnar, aðlöguðum og jafnvel styttum. Báðar tegundirnar eiga rétt á sér en hvorug kemur í stað hinnar. Slíkt svarar ekki væntingum þeirra þúsunda áhorfenda sem sótt hafa uppfærslur óperunnar síðustu áratugina og fyllt hafa hverja sýninguna á fætur annarri, þeirra á meðal sýningar sem hlotið hafa viðurkenningar langt út fyrir landsteinana og fengið stjörnudóma á alþjóðlegum vettvangi. Ósk þjóðarinnar er skýr, að Íslenska óperan fái að halda ótrauð áfram sem flaggskip óperusenunnar hér á landi. Þessi aðför að Íslensku óperunni hlýtur að teljast stórkostleg afturför í menningarsögu okkar þjóðar. Þetta stórhættulega fjárhættuspil á skilið samtal með þjóðinni og stuðning okkar allra burtséð frá hagsmunatengslum. Málið er einfaldlega stærra en persónulegar deilur eða ávinningar einstakra aðila. Konu blöskrar og henni er brugðið og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um leið og hún kallar eftir stuðningi þjóðarinnar til að standa vörð um þann 45 ára menningarlega arf okkar allra sem hvorki stjórn né stjórnendur eiga að geta tekið frá okkur. Auðvitað, úr því sem komið er, ætti Ísl. Óperan og arfleifð hennar að nýtast sem grunnur að nýrri Þjóðaróperu, og tryggja samfellda þjónustu við almenning og að óskert fjármagn berist til hennar þar til hin nýja verður tilbúin til starfa. Með einlægni, Silla Knudsen, söngvari í Kór Íslensku Óperunnar síðan árið 2005.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar