Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 20:54 Hákon Arnar í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira
Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sjá meira