Í síðasta þætti af heimilis- og lífstílsþættinum Bætt um betur á Stöð 2 var fylgst með þegar sérfræðingarnir höfðu yfirumsjón með algjörri umbreytingu á Sólon við Bankastræti.
Í þáttunum aðstoða innanhússarkitektarnir Ragnar Sigurðsson og Hanna Stína fólk sem langar að breyta til heima hjá sér og vantar góð ráð frá fagfólki.
Þórir Jóhannsson, eigandi Sólons, fékk Ragnar og Hönnu Stínu með sér í lið og er útkoman algjörlega lygileg eins og sjá má hér að neðan.