„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 09:01 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Portúgal fyrr á árinu. Vísir/Hulda Margrét „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira