„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 09:01 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Portúgal fyrr á árinu. Vísir/Hulda Margrét „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira
Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Sjá meira