Liðin hafa samkvæmt enskum miðlum bæði hug á því að bjóða í Aguerd næsta sumar.
Aguerd gekk til liðs við West Ham United frá franska félaginu Rennes síðasta sumar og lék vel með Lundúnafélaginu á síðustu leiktið sem og spútníkliði Marokkó sem hafnaði í fjórða sæti á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022.
West Ham United, sem vann Sambandsdeild Evrópu síðasta vor, hefur farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni á nýhöfnu tímabili en liðið hefur 10 stig eftir fjóra leiki.