Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:44 Dennis Schröder var frábær í liði Þjóðverja. Vísir/Getty Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. | Botnslagur í Höllinni Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira