Bandaríkin heim af HM án verðlauna Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 10:58 Fögnuður Kanadamanna í leikslok var ósvikinn. Vísir/Getty Kanada lagði nágranna sína frá Bandaríkjunum í leik liðanna um bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í körfubolta. Annað mótið í röð fara Bandaríkjamenn heim án verðlauna. Bandaríkin er sú þjóð sem unnið hefur til flestra verðlauna á heimsmeistaramóti í körfubolta. Liðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og gamla Júgóslavía og unnið til tólf verðlauna alls á mótinu. Liðið fer hins vegar tómhent heim af mótinu í ár. Liðið tapaði í morgun fyrir nágrönnum sínum frá Kanada í leik um bronsverðlaunin. Final #USABMNT #WinForUSA pic.twitter.com/JVbEvalcdP— USA Basketball (@usabasketball) September 10, 2023 Dillon Brooks og Shai Gilgeous-Alexander fóru fyrir frábæru kanadísku liði í 127-118 sigri eftir framlengdan leik. Brooks skoraði 39 stig og Gilgeous-Alexander 31 en samtals skiluðu þeir 82 framlagsstigum fyrir kanadíska liðið í leiknum. Lið Bandaríkjanna kom til baka í fjórða leikhlutanum eftir að hafa verið níu stigum undir og Mikal Bridges jafnaði með ótrúlegu skoti til að tryggja Bandaríkjunum framlengingu. WATCH this INCREDIBLE Mikal Bridges shot for Team USA in the FIBA World Cup: pic.twitter.com/sJ9tbHcI7e #USABasketball— INSIDE HOOPS - NBA Basketball (@InsideHoops) September 10, 2023 Í framlengingunni voru Kanadamenn sterkari og unnu að lokum sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti. NBA-stjörnurnar Anthony Edwards, Jalen Brunson og Austrin Reaves voru ekki nóg til að sækja gullið fyrir Bandaríkin sem tapaði gegn Þýskalandi í undanúrslitum. „Það er búist við að við vinnum býst ég við, á hverju ári. Það er búist við að við vinnum vegna sögu bandarísks körfubolta,“ sagði Brunson eftir tapið í undanúrslitum og ljóst er að 4. sætið er svekkelsi fyrir Steve Kerr og lærisveina hans. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira
Bandaríkin er sú þjóð sem unnið hefur til flestra verðlauna á heimsmeistaramóti í körfubolta. Liðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og gamla Júgóslavía og unnið til tólf verðlauna alls á mótinu. Liðið fer hins vegar tómhent heim af mótinu í ár. Liðið tapaði í morgun fyrir nágrönnum sínum frá Kanada í leik um bronsverðlaunin. Final #USABMNT #WinForUSA pic.twitter.com/JVbEvalcdP— USA Basketball (@usabasketball) September 10, 2023 Dillon Brooks og Shai Gilgeous-Alexander fóru fyrir frábæru kanadísku liði í 127-118 sigri eftir framlengdan leik. Brooks skoraði 39 stig og Gilgeous-Alexander 31 en samtals skiluðu þeir 82 framlagsstigum fyrir kanadíska liðið í leiknum. Lið Bandaríkjanna kom til baka í fjórða leikhlutanum eftir að hafa verið níu stigum undir og Mikal Bridges jafnaði með ótrúlegu skoti til að tryggja Bandaríkjunum framlengingu. WATCH this INCREDIBLE Mikal Bridges shot for Team USA in the FIBA World Cup: pic.twitter.com/sJ9tbHcI7e #USABasketball— INSIDE HOOPS - NBA Basketball (@InsideHoops) September 10, 2023 Í framlengingunni voru Kanadamenn sterkari og unnu að lokum sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti. NBA-stjörnurnar Anthony Edwards, Jalen Brunson og Austrin Reaves voru ekki nóg til að sækja gullið fyrir Bandaríkin sem tapaði gegn Þýskalandi í undanúrslitum. „Það er búist við að við vinnum býst ég við, á hverju ári. Það er búist við að við vinnum vegna sögu bandarísks körfubolta,“ sagði Brunson eftir tapið í undanúrslitum og ljóst er að 4. sætið er svekkelsi fyrir Steve Kerr og lærisveina hans.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Snýr aftur á Álftanes með hunangið Bragi semur við nýliðana Sjá meira