Bleikur ráðherrafíll í umferðinni Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 10. september 2023 07:30 Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu. Eftir að hafa rætt við þau um málavöxtu varð mér eiginlega orða vant, slíkar voru lýsingarnar, jafnvel þó hvorugt þeirra vildi útmála lögreglumenn sem einhver skrímsli. Þvert á móti hafa þau margítrekað virðingu sína fyrir starfi lögreglunnar og drógu frekar úr en í. Morguninn eftir mætti ég með þeim í útvarpsviðtal í Bítinu á Bylgunni þar sem þessar hógværu hetjur reifuðu söguna á sinn einlæga máta, sama hversu innihaldið væri í raun helsvart. En nú virðast standa á þeim öll spjót. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist viðal við Odd Árnason, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem bar af sér alla sök með hrútskýringum um eðlilegt vinnulag lögreglu undir þessum kringumstæðum. Honum yfirsást þó að hér var fátt eðlilegt þegar nánar er rýnt. Daginn eftir birtir Vísir viðtal við Fjölni Sæmundsson, formann Félags lögreglumanna, undir fyrirsögninni „Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu.“ Í viðtalinu þræðir Fjölnir mikið til sömu vegu og félagi hans Oddur. Segir jafnframt sígilt vandamál að lögreglumenn geti ekki varið sig enda bundnir trúnaði. Nú síðast fregnaði ég að Óttar Guðmundsson hafi síðdegis á föstudegi, í viðtali á Útvarpi Sögu, enn og aftur, farið með himinskautum. Án þess að þekkja til málavaxta tók hann hiklaust stöðu með lögreglunni og gerði um leið lítið úr frásögn þeirra heiðurshjóna. Ég nenni vart að fjargviðrast út í auman vængjaslátt Óttars, sem greinilega hefur ekki kynnt sér staðreyndir þessa máls. En vissulega er flest allt satt og rétt sem þessir eflaust ágætu lögreglumenn hafa fram að færa. Í störfum sínum þurfa lögreglumenn jú eðli máls samkvæmt að fylgja stífum vinnureglum, jafnt á atvikastað sem og í kæruferlinu. Þetta veit ég mæta vel og mér bæði ljúft og skylt að ítreka að upp til hópa eru lögreglumenn vel færir um að sinni skyldum sínum án þess að brjóta á þegnum þessa lands. Þau orð byggi ég ekki síst á fjölmörgum skilaboðum og samtölum við lögreglumenn sem líkar illa sú staða sem upp er komin varðandi mál af þessu tagi og kristallast svo annarlega í þessu mjög svo ljóta dæmi. Fyrrnefnd þrenning virðist þó glíma við sértæka sjónfötlun: Engin þeirra sér bleika ráðherrafílinn í umferðinni: Í hálft fjórða ár hefur innviðaráðherra trassað að setja reglugerð fyrir umferðarlög nr. 77/2019. Án reglugerðar gilda ekki ýmsar bráðnauðsynlegar undanþágur. Á einfölduðu máli snýst þetta m.a. um að amfetamín er almennt talað flokkað sem ólöglegt fíkniefni. Lyf sem innihalda amfetamín (eða afleiður þess) og neytt er samkvæmt læknisráði ættu að vera með tilgreinda undanþágu vegna aksturs, þar sem við á. Án reglugerðar er undanþágan ekki til staðar. Í fyrirmælum ríkissaksóknar númer „RS: 5/2020“ um verklag segir enda: „Þar til reglugerð um vanhæfismörk hefur tekið gildi, sbr. 6. mgr. 48. gr. umferðarlaga, telur ríkissaksóknari að breyttu breytanda sömu sjónarmið geta átt við þegar um er að ræða ákvörðun sviptingar ökuréttar við samspil ölvunar-, fíkniefna- og/eða lyfjaaksturs.“ Samkvæmt lögreglumönnum þýðir þetta einfaldlega að komi amfetamín fram í strokusýni á atvikastað, þá sé þeim uppálagt að handtaka viðkomandi og færa til skýrslutöku. Ekki er tekið tillit til framvísunar lyfseðils (s.s. skjáskot frá Heilsuveru) eða lyfjaskírteinis (s.s. skjáskort frá „mínum síðum“ á sjukra.is). Eina sem mögulega hjálpar er að hafa á sér vottorð frá lækni, eins og kveðið er á um í lögunum. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi á þetta, enda langt umfram kröfu meðalhófs að almenningur átti sig á slíku lagalegu atriði, jafnvel þó ákvæðið sé í raun áratuga gamalt. Það sem ítrekað virðist svo gerast er að lítill hópur lögreglumanna framkvæmir þetta ferli með fremur einstrengingslegum hætti og jafnvel án þess að upplýsa viðkomandi t.d. um fyrrnefnt vottorð. Þess í stað virðist fara í gang n.k. leikrit, stöðvun annað hvort sögð reglubundið eftirlit eða vegna undarlegs aksturslags, viðkomandi er sakaður um fíkniefnaakstur, sagður líta vímaður út (þvoglumæltur, glaseygður og þar fram eftir götunum). Jafnframt neitað um að halda áfram ferð sinni eftir blóðsýnatöku – bara sagt að koma sér til síns heima á eigin vegum. Í einu tilfelli, seint að kvöldi, frá Selfossi upp á Akranes. Ég segi og skrifa leikrit: Það er óhugnanlegt hversu samhljóma frásagnir fjölda aðila eru. Meðan mál er enn í rannsókn hefur jafnframt borið við að einstaklingur sé aftur tekin fyrir við „reglulegt umferðareftirlit“ og þá önnur kæra lögð fram. Í a.mk. einu tilfelli var ökumaður kominn með þrjú mál í kæruferli áður en dómari samþykktir tilheyrandi gögn og feldi þá fyrsta málið niður. Ítarleg fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra var send í maí 2022 og loks svarað eftir 10 mánuði, með fyrirslætti af ýmsu dagi og tilvitnun í dómafordæmi sem hverjum má ljóst vera að tengjast málum þar sem klárlega var um misnotkun fíkla að ræða. Þar við situr. Eflaust þykir hverjum sinn fíll fagur. En þennan bleika fíl verður ráðherra innviða tafarlaust að beisla. ADHD samtökin hafa á liðnum árum leitað leiða til að bregðast við ástandinu, enda eins og áður segir hafa fjölmörg mál ratað á borð samtakanna þessu tengt. Umfangsmikil rannsóknarvinna á íslenskum lögum, dómum og lagaumhverfinu í nágrannalöndum okkar, hefur leitt okkur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt er að breyta núgildandi umferðarlögum, setja reglugerð á grundvelli núverandi laga og breyta verklagi lögreglunnar með formlegum hætti hvað varðar fólk sem notar lyf vegna ADHD samkvæmt læknisráði. Í næstu viku munu ADHD samtökin birta ítarlegt lögfræðiálit þar að lútandi með tillögum um lagabreytingar og innihald reglugerðar ásamt fjölda dómafordæma. Um leið og við hvetjum ráðherra innviða og dómsmála sem og Alþingismenn til að kynna sér tillögur samtakanna – og bregðast við þeim án tafar – lýsum við því yfir að ADHD samtökin eru boðin og búin til hverskyns samráðs og samstarfs um framvindu málsins. Núverandi ástand er ólíðandi og við því verður að bregðast án tafar! Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Lögreglan Geðheilbrigði Hveragerði Lyf ADHD Tengdar fréttir Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52 Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36 Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7. september 2023 10:32 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni barst mér til eyrna að hjón í Hveragerði hafi bæði verið handtekin sama kvöldið fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Umrætt fíkniefni reyndist þó vera ADHD lyfið Elvanse sem bæði taka samkvæmt læknisráði og að fenginni ADHD greiningu. Eftir að hafa rætt við þau um málavöxtu varð mér eiginlega orða vant, slíkar voru lýsingarnar, jafnvel þó hvorugt þeirra vildi útmála lögreglumenn sem einhver skrímsli. Þvert á móti hafa þau margítrekað virðingu sína fyrir starfi lögreglunnar og drógu frekar úr en í. Morguninn eftir mætti ég með þeim í útvarpsviðtal í Bítinu á Bylgunni þar sem þessar hógværu hetjur reifuðu söguna á sinn einlæga máta, sama hversu innihaldið væri í raun helsvart. En nú virðast standa á þeim öll spjót. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 birtist viðal við Odd Árnason, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem bar af sér alla sök með hrútskýringum um eðlilegt vinnulag lögreglu undir þessum kringumstæðum. Honum yfirsást þó að hér var fátt eðlilegt þegar nánar er rýnt. Daginn eftir birtir Vísir viðtal við Fjölni Sæmundsson, formann Félags lögreglumanna, undir fyrirsögninni „Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu.“ Í viðtalinu þræðir Fjölnir mikið til sömu vegu og félagi hans Oddur. Segir jafnframt sígilt vandamál að lögreglumenn geti ekki varið sig enda bundnir trúnaði. Nú síðast fregnaði ég að Óttar Guðmundsson hafi síðdegis á föstudegi, í viðtali á Útvarpi Sögu, enn og aftur, farið með himinskautum. Án þess að þekkja til málavaxta tók hann hiklaust stöðu með lögreglunni og gerði um leið lítið úr frásögn þeirra heiðurshjóna. Ég nenni vart að fjargviðrast út í auman vængjaslátt Óttars, sem greinilega hefur ekki kynnt sér staðreyndir þessa máls. En vissulega er flest allt satt og rétt sem þessir eflaust ágætu lögreglumenn hafa fram að færa. Í störfum sínum þurfa lögreglumenn jú eðli máls samkvæmt að fylgja stífum vinnureglum, jafnt á atvikastað sem og í kæruferlinu. Þetta veit ég mæta vel og mér bæði ljúft og skylt að ítreka að upp til hópa eru lögreglumenn vel færir um að sinni skyldum sínum án þess að brjóta á þegnum þessa lands. Þau orð byggi ég ekki síst á fjölmörgum skilaboðum og samtölum við lögreglumenn sem líkar illa sú staða sem upp er komin varðandi mál af þessu tagi og kristallast svo annarlega í þessu mjög svo ljóta dæmi. Fyrrnefnd þrenning virðist þó glíma við sértæka sjónfötlun: Engin þeirra sér bleika ráðherrafílinn í umferðinni: Í hálft fjórða ár hefur innviðaráðherra trassað að setja reglugerð fyrir umferðarlög nr. 77/2019. Án reglugerðar gilda ekki ýmsar bráðnauðsynlegar undanþágur. Á einfölduðu máli snýst þetta m.a. um að amfetamín er almennt talað flokkað sem ólöglegt fíkniefni. Lyf sem innihalda amfetamín (eða afleiður þess) og neytt er samkvæmt læknisráði ættu að vera með tilgreinda undanþágu vegna aksturs, þar sem við á. Án reglugerðar er undanþágan ekki til staðar. Í fyrirmælum ríkissaksóknar númer „RS: 5/2020“ um verklag segir enda: „Þar til reglugerð um vanhæfismörk hefur tekið gildi, sbr. 6. mgr. 48. gr. umferðarlaga, telur ríkissaksóknari að breyttu breytanda sömu sjónarmið geta átt við þegar um er að ræða ákvörðun sviptingar ökuréttar við samspil ölvunar-, fíkniefna- og/eða lyfjaaksturs.“ Samkvæmt lögreglumönnum þýðir þetta einfaldlega að komi amfetamín fram í strokusýni á atvikastað, þá sé þeim uppálagt að handtaka viðkomandi og færa til skýrslutöku. Ekki er tekið tillit til framvísunar lyfseðils (s.s. skjáskot frá Heilsuveru) eða lyfjaskírteinis (s.s. skjáskort frá „mínum síðum“ á sjukra.is). Eina sem mögulega hjálpar er að hafa á sér vottorð frá lækni, eins og kveðið er á um í lögunum. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi á þetta, enda langt umfram kröfu meðalhófs að almenningur átti sig á slíku lagalegu atriði, jafnvel þó ákvæðið sé í raun áratuga gamalt. Það sem ítrekað virðist svo gerast er að lítill hópur lögreglumanna framkvæmir þetta ferli með fremur einstrengingslegum hætti og jafnvel án þess að upplýsa viðkomandi t.d. um fyrrnefnt vottorð. Þess í stað virðist fara í gang n.k. leikrit, stöðvun annað hvort sögð reglubundið eftirlit eða vegna undarlegs aksturslags, viðkomandi er sakaður um fíkniefnaakstur, sagður líta vímaður út (þvoglumæltur, glaseygður og þar fram eftir götunum). Jafnframt neitað um að halda áfram ferð sinni eftir blóðsýnatöku – bara sagt að koma sér til síns heima á eigin vegum. Í einu tilfelli, seint að kvöldi, frá Selfossi upp á Akranes. Ég segi og skrifa leikrit: Það er óhugnanlegt hversu samhljóma frásagnir fjölda aðila eru. Meðan mál er enn í rannsókn hefur jafnframt borið við að einstaklingur sé aftur tekin fyrir við „reglulegt umferðareftirlit“ og þá önnur kæra lögð fram. Í a.mk. einu tilfelli var ökumaður kominn með þrjú mál í kæruferli áður en dómari samþykktir tilheyrandi gögn og feldi þá fyrsta málið niður. Ítarleg fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra var send í maí 2022 og loks svarað eftir 10 mánuði, með fyrirslætti af ýmsu dagi og tilvitnun í dómafordæmi sem hverjum má ljóst vera að tengjast málum þar sem klárlega var um misnotkun fíkla að ræða. Þar við situr. Eflaust þykir hverjum sinn fíll fagur. En þennan bleika fíl verður ráðherra innviða tafarlaust að beisla. ADHD samtökin hafa á liðnum árum leitað leiða til að bregðast við ástandinu, enda eins og áður segir hafa fjölmörg mál ratað á borð samtakanna þessu tengt. Umfangsmikil rannsóknarvinna á íslenskum lögum, dómum og lagaumhverfinu í nágrannalöndum okkar, hefur leitt okkur að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt er að breyta núgildandi umferðarlögum, setja reglugerð á grundvelli núverandi laga og breyta verklagi lögreglunnar með formlegum hætti hvað varðar fólk sem notar lyf vegna ADHD samkvæmt læknisráði. Í næstu viku munu ADHD samtökin birta ítarlegt lögfræðiálit þar að lútandi með tillögum um lagabreytingar og innihald reglugerðar ásamt fjölda dómafordæma. Um leið og við hvetjum ráðherra innviða og dómsmála sem og Alþingismenn til að kynna sér tillögur samtakanna – og bregðast við þeim án tafar – lýsum við því yfir að ADHD samtökin eru boðin og búin til hverskyns samráðs og samstarfs um framvindu málsins. Núverandi ástand er ólíðandi og við því verður að bregðast án tafar! Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Engin herferð í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu Engin herferð er í gangi gegn fólki á ADHD-lyfjum af hálfu lögreglu. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna sem bendir á að ef aksturslag vekur grunsemdir hjá lögreglumanni geti hann ekki tekið fólk á orðinu þegar það framvísi lyfseðli því lyfseðillinn einn og sér útiloki ekki notkun annarra lyfja. Það sé sígilt vandamál innan lögreglunnar þegar fólk stígur fram og segir frá samskiptum sínum við lögreglu að lögreglan geti ekki varið sig því hún sé bundin trúnaði. 8. september 2023 11:52
Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7. september 2023 19:36
Handtekin fyrir utan heimili sitt á ADHD lyfjum Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru handtekin í fyrrakvöld þar sem amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse sem þau eru á. Fjórtán ára sonur þeirra varð eftir heima. Formaður ADHD samtakanna segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um, þar beri innviðaráðherra og dómsmálaráðherra ábyrgð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 7. september 2023 10:32
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson Skoðun