Segir að Henderson yrði leiður ef stuðningsmenn sneru baki við honum Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 09:31 Gareth Southgate landsliðsþjálfari og Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Úkraínu. Vísir/Getty Búist er við að Jordan Henderson verði í byrjunarliði Englands sem mætir Úkraínu í undankeppni EM í dag. Gareth Southgate vonast til að stuðningsmenn standi við bakið á liðinu í leiknum. Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“ Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Jordan Henderson yfirgaf Liverpool þar sem hann var fyrirliði og gekk til liðs við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq. Félagaskiptin vöktu töluverða athygli. Ekki síst í ljósi þess að Henderson hefur verið ötull talsmaður LGBTQ+ samfélagsins. Samkynhneigð er ólögleg í Sádi Arabíu og gæti verið refsað með dauðarefsingu. Þegar Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Henderson í landsliðshóp þjóðarinnar fyrir landsleikjagluggan nú í septemmber tilkynntu LGBTQ+ stuðningsmannasamtök Englands að þau myndu snúa baki í völlinn ef Henderson myndi spila fyrir þjóð sína. Það væri það sama og þeim fyndist hann hafa gert við þau. „Ég held að Jordan Henderson hafi tjáð sína skoðun í vikunni um að hann yrði leiður ef það væri þannig sem þeim liði. Tilfinningar hans til þessa samfélags hafa ekki breyst,“ sagði Southgate á blaðmannafundi í vikunni. „Sem lið þá er ég viss um að stuðningsmenn okkar munu standa við bakið á liðinu þegar leikurinn byrjar.“ Southgate sagðist skilja sum ummæli sem hafa fallið og virða þau. Hann sagðist ekki hafa íhugað að taka Henderson úr landsliðshópnum vegna málsins. „Ég vel ekki liðið út frá utanaðkomandi viðbrögðum. Hann er mjög reynslumikill atvinnumaður. Hann er með þroska til að ráða við aðstæðurnar. Hann hefur æft vel í vikunni líkt og allt liðið. Allir leikmenn eru tilbúnir í slaginn sem er mjög ánægjulegt. Jordan Henderson must think we re stupid to fall for his claim that he s gone to Saudi to develop the game there. The move s about money, not principles, so just say it s about the money. As stated here last week, the move s about hypocrisy, too, given his past support for the — Henry Winter (@henrywinter) September 5, 2023 Henderson sjálfur var í viðtali við miðilinn The Athletic í vikunni þar sem hann varði ákvörðun sína að fara til Sádi Arabíu og sagðist staðfastlega trúa því að það hafi verið rétt í stöðunni. „Það sem ég hef alltaf reynt að gera er að hjálpa. Ég hef lagt mikið á mig til að hjálpa. Ég hef verið með reimar og armbönd, ég hef talað við fólk í þessu samfélagi til að nota mína stöðu til að hjálpa þeim. Það er það sem ég alltaf reynt að gera.“
Sádiarabíski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira