Vonlaus barátta gegn símum í bíó Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 11:00 Þórarinn og Jóna Gréta eru sammála um að rót vandans felist ekki endilega í unga fólkinu heldur þurfi þeir sem eldri eru einnig að líta sér nær Vísir/Sara Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána. Jóna Gréta segist hafa orðið sérstaklega vör við þetta á sýningu á sumarsmellinum Barbie á dögunum. En hún telur að símanotkunin velti mikið á því hvaða mynd sé í bíó. Þeir séu líklegri til að vera á lofti á þeim myndum sem fólk upplifi sem afþreyingu frekar en listaverk. „Það er til dæmis enginn að fara í símann í leikhúsi, en það er ákveðinn hópur leyfir sér það frekar í bíó,“ útskýrir hún. Samfélagsleg hnignun Þórarinn spyr sig hvers vegna fólk fari í bíó ef það ætli sér einungis að vera í símanum. „Ég ólst upp við það að maður þagði í bíó. Vinahópar fóru saman og voru ekki að kjafta yfir myndinni, og reyndu ekki að smjatta á poppinu, og láta ekki skrjáfa í popppokunum. Þetta er náttúrulega bara samfélagsleg hnignun,“ segir hann. „Þessir símar og þetta internet eru auðvitað bara búnir að eyðileggja helvítis heiminn. Mín krafa hefur alltaf verið að ég vil fá 1985 aftur.“ Hann segir símanotkunina mistruflandi eftir atvikum. „Það er auðvitað einhver stigsmunur í þessu. Það er alltaf einhver að góna í símann og þá kemur ljósið frá símanum. En svo hefur maður lent í því að fólk svari símtali og fer að tala. Það er náttúrulega sturlað, og þá spyr maður sig: hvers vegna drullar þú þér ekki bara úr salnum og klárar símtalið ef þetta er svona rosalega mikilvægt?“ Eins og fólk þurfi að láta vita að það sé í bíó Þórarinn telur að rót vandans megi reka til slæms uppeldis. „Það er verst er að þeir eru engu betri,“ segir hann um foreldra ungs fólks sem er í símanum í bíó og óttast því að vandamálið verði ekki leyst með félagsmótun og betra uppeldi. Jóna Gréta tekur einnig fram að ekki megi einskorða vandamálið við unglinga og ungt fólk. Henni hafi vissulega fyrst verið hugsað til unga fólksins þegar hún var spurð út í þennan vanda, en hún upplifi að eldra fólk eigi það einnig til að haga sér illa í bíói. Á dögunum hafi hún til að mynda þurft að hlusta á eldri konur blaðra sín á milli yfir heilli bíómynd. „Það er algjörlega óþolandi,“ segir hún. „Eldra fólk er bara á fréttamiðlunum eða á Facebook,“ segir Jóna Gréta sem segir að yngra fólk sé duglegra á Snapchat. „Eins og þau bara þurfi að upplýsa vini sína um að þau séu í bíó.“ Þá taki hún eftir því í kringum sérstaka bíóviðburði, líkt og Barbenheimer, að fólk vilji láta aðra vita að þeir séu að mæta í bíó og sendi þá mynd af bíótjaldinu þegar myndin sé að byrja á aðra. Hún viðurkennir að hún sé með ákveðna samúð fyrir slíku, og játar að hafa gert það einu sinni sjálf en tekur fram að þá hafi hún setið aftast í salnum. Fáar góðar lausnir í sjónmáli En hvað er hægt að gera við þessum vanda? Þórarinn segir bann á farsímum í kvikmyndahúsum vera það fyrsta sem honum detti í hug, en sú lausn yrði ekki endilega vinsæl. „Hvað er hægt að gera? Það er náttúrlega hægt að banna síma í bíósal, en þá yrði allt kolbrjálað,“ segir Þórarinn og bætir við: „Það hefur verið talað um að banna síma í grunnskólum, og þá fer allt á hliðina þannig þú getur rétt ímyndað þér hvað gerist þegar maður færi að fokka í fullorðnu fólki.“ Þórarinn minnist þess þegar hann fór á forsýningu á Lord of The Rings fyrir allnokkrum árum þar sem símar voru bannaðir. „Þá voru einhverjir öryggisverðir að leita á manni og símar teknir. En ég veit ekki hvort kvikmyndahúsin nenni að fara að standa í því vera með Securitas-gæja.“ Jóna Gréta vonast til að kvikmyndahúsin þurfi ekki að grípa til harðra aðgerða til að sporna við vandamálinu. „Vonandi getum við bara hamið okkur,“ segir hún. Það sem hinn almenni bíógestur geti gert í vandanum sé að pikka í þann sem er í símanum og biðja viðkomandi um að hætta því. Jafnframt sé hægt að láta starfsfólk vita sé einhver í bíóinu erfiður. Þórarinn bendir á að sú lausn sé ekki gallalaus. „Ef þú biður einhvern um að hætta í símanum þá færðu bara: „Ha! Djöfulsins hallærisgæi er þetta. Hvað er að þér?“ Þannig sá sem skilur út á hvað það gengur að fara í bíó endar sem lúserinn í dæminu,“ útskýrir hann. Fyrst bíó, síðan leikhús, og að lokum jarðarfarir „Þetta er eiginlega vonlaust. Við erum búin að tapa fyrir þessari tækni,“ segir Þórarinn sem óttast að baráttan sé búin og að símarnir muni koma sér fyrir á fleiri stöðum þar sem þeir séu óviðeigandi. „Næst er það leikhúsið. Og hvað næst, Jarðarfarir? Það er oft mjög leiðinlegt í þeim, viltu þá ekki bara fara í símann?“ „Ég er alls ekki bjartsýnn á að það sé hægt að gera eitthvað í þessu. En þú ert nú að fara fjalla um þetta á mest lesna vefmiðil landsins,“ segir Þórarinn við blaðamann og hvetur til þess að almenningur verði með þessu minntur á það sem bíó snýst um. Jóna Gréta er öllu jákvæðari og lítur á björtu hliðina. „Mér finnst auðvitað jákvætt að allt í einu sé bara komið aftur í tísku að fara í bíó. Fyrir stuttu vorum við að ræða um hvort bíóferðirnar væru að deyja út, en núna erum við að ræða um hvað við eigum við að gera við símana.“ Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jóna Gréta segist hafa orðið sérstaklega vör við þetta á sýningu á sumarsmellinum Barbie á dögunum. En hún telur að símanotkunin velti mikið á því hvaða mynd sé í bíó. Þeir séu líklegri til að vera á lofti á þeim myndum sem fólk upplifi sem afþreyingu frekar en listaverk. „Það er til dæmis enginn að fara í símann í leikhúsi, en það er ákveðinn hópur leyfir sér það frekar í bíó,“ útskýrir hún. Samfélagsleg hnignun Þórarinn spyr sig hvers vegna fólk fari í bíó ef það ætli sér einungis að vera í símanum. „Ég ólst upp við það að maður þagði í bíó. Vinahópar fóru saman og voru ekki að kjafta yfir myndinni, og reyndu ekki að smjatta á poppinu, og láta ekki skrjáfa í popppokunum. Þetta er náttúrulega bara samfélagsleg hnignun,“ segir hann. „Þessir símar og þetta internet eru auðvitað bara búnir að eyðileggja helvítis heiminn. Mín krafa hefur alltaf verið að ég vil fá 1985 aftur.“ Hann segir símanotkunina mistruflandi eftir atvikum. „Það er auðvitað einhver stigsmunur í þessu. Það er alltaf einhver að góna í símann og þá kemur ljósið frá símanum. En svo hefur maður lent í því að fólk svari símtali og fer að tala. Það er náttúrulega sturlað, og þá spyr maður sig: hvers vegna drullar þú þér ekki bara úr salnum og klárar símtalið ef þetta er svona rosalega mikilvægt?“ Eins og fólk þurfi að láta vita að það sé í bíó Þórarinn telur að rót vandans megi reka til slæms uppeldis. „Það er verst er að þeir eru engu betri,“ segir hann um foreldra ungs fólks sem er í símanum í bíó og óttast því að vandamálið verði ekki leyst með félagsmótun og betra uppeldi. Jóna Gréta tekur einnig fram að ekki megi einskorða vandamálið við unglinga og ungt fólk. Henni hafi vissulega fyrst verið hugsað til unga fólksins þegar hún var spurð út í þennan vanda, en hún upplifi að eldra fólk eigi það einnig til að haga sér illa í bíói. Á dögunum hafi hún til að mynda þurft að hlusta á eldri konur blaðra sín á milli yfir heilli bíómynd. „Það er algjörlega óþolandi,“ segir hún. „Eldra fólk er bara á fréttamiðlunum eða á Facebook,“ segir Jóna Gréta sem segir að yngra fólk sé duglegra á Snapchat. „Eins og þau bara þurfi að upplýsa vini sína um að þau séu í bíó.“ Þá taki hún eftir því í kringum sérstaka bíóviðburði, líkt og Barbenheimer, að fólk vilji láta aðra vita að þeir séu að mæta í bíó og sendi þá mynd af bíótjaldinu þegar myndin sé að byrja á aðra. Hún viðurkennir að hún sé með ákveðna samúð fyrir slíku, og játar að hafa gert það einu sinni sjálf en tekur fram að þá hafi hún setið aftast í salnum. Fáar góðar lausnir í sjónmáli En hvað er hægt að gera við þessum vanda? Þórarinn segir bann á farsímum í kvikmyndahúsum vera það fyrsta sem honum detti í hug, en sú lausn yrði ekki endilega vinsæl. „Hvað er hægt að gera? Það er náttúrlega hægt að banna síma í bíósal, en þá yrði allt kolbrjálað,“ segir Þórarinn og bætir við: „Það hefur verið talað um að banna síma í grunnskólum, og þá fer allt á hliðina þannig þú getur rétt ímyndað þér hvað gerist þegar maður færi að fokka í fullorðnu fólki.“ Þórarinn minnist þess þegar hann fór á forsýningu á Lord of The Rings fyrir allnokkrum árum þar sem símar voru bannaðir. „Þá voru einhverjir öryggisverðir að leita á manni og símar teknir. En ég veit ekki hvort kvikmyndahúsin nenni að fara að standa í því vera með Securitas-gæja.“ Jóna Gréta vonast til að kvikmyndahúsin þurfi ekki að grípa til harðra aðgerða til að sporna við vandamálinu. „Vonandi getum við bara hamið okkur,“ segir hún. Það sem hinn almenni bíógestur geti gert í vandanum sé að pikka í þann sem er í símanum og biðja viðkomandi um að hætta því. Jafnframt sé hægt að láta starfsfólk vita sé einhver í bíóinu erfiður. Þórarinn bendir á að sú lausn sé ekki gallalaus. „Ef þú biður einhvern um að hætta í símanum þá færðu bara: „Ha! Djöfulsins hallærisgæi er þetta. Hvað er að þér?“ Þannig sá sem skilur út á hvað það gengur að fara í bíó endar sem lúserinn í dæminu,“ útskýrir hann. Fyrst bíó, síðan leikhús, og að lokum jarðarfarir „Þetta er eiginlega vonlaust. Við erum búin að tapa fyrir þessari tækni,“ segir Þórarinn sem óttast að baráttan sé búin og að símarnir muni koma sér fyrir á fleiri stöðum þar sem þeir séu óviðeigandi. „Næst er það leikhúsið. Og hvað næst, Jarðarfarir? Það er oft mjög leiðinlegt í þeim, viltu þá ekki bara fara í símann?“ „Ég er alls ekki bjartsýnn á að það sé hægt að gera eitthvað í þessu. En þú ert nú að fara fjalla um þetta á mest lesna vefmiðil landsins,“ segir Þórarinn við blaðamann og hvetur til þess að almenningur verði með þessu minntur á það sem bíó snýst um. Jóna Gréta er öllu jákvæðari og lítur á björtu hliðina. „Mér finnst auðvitað jákvætt að allt í einu sé bara komið aftur í tísku að fara í bíó. Fyrir stuttu vorum við að ræða um hvort bíóferðirnar væru að deyja út, en núna erum við að ræða um hvað við eigum við að gera við símana.“
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Samfélagsleg ábyrgð Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira