Unglingur sniffaði gashylki allt að fimmtán sinnum á dag Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 20:00 Samkvæmt sérfræðingi hjá Eiitrunarmiðstöð Landspítalands eru einkenni sem geta fylgt því að sniffa gas allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Vísir/Rúnar Vilberg Dæmi eru um að börn á grunnskólaaldri sniffi gashylki úr svitalyktareyðum í þeim tilgangi að komast í vímu. Faraldur af þeim toga hefur ríkt á Norðurlöndum. Unglingur hér á landi var svo langt leiddur að hann sniffaði allt að fimmtán sinnum á dag. Afleiðingarnar geta verið afar alvarlegar. Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“ Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan lögregla vakti athygli á tilraunum ungmenna til að komast í vímu með notkun gashylkja úr rjómasprautum. Slík mál hafa reglulega komið upp og voru síðast til umræðu í sumar þegar strætóbílstjóri á Suðurnesjum birti mynd af tómum gashylkjum sem fundist í vagninum og sagðist hafa orðið var við slíkt í síauknum mæli. Hann sagðist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. Notkun gashylkja úr svitalyktaeyðum til að komast í vímu er hinsvegar ný aðferð. Samkvæmt Berglindi Gunnarsdóttur Strandberg, framkvæmdastjóra Foreldrahúss, hafa foreldrar unglinga leitað til þeirra að undanförnu eftir að upp komst um slíka notkun. Um er að ræða unglinga á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í einu tilfelli var um að ræða einstakling sem sniffaði slík hylki fimm til fimmtán sinnum á hverjum degi. Faraldur á Norðurlöndum Helena Líndal Baldvinsdóttir, sérfræðingur í eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans segir í samtali við fréttastofu að faraldur ríki á Norðurlöndunum vegna þessa.Samkvæmt henni eru einkenni sem geta fylgt slíku athæfi allt frá höfuðverk, ógleði og svima upp í alvarlegan lungaskaða,krampa og jafnvel dauða. Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði. Mikilvægt að fræða en ekki hræða Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum hjá Heimili og skóla, segir málið koma illa við marga foreldra þar sem um sé að ræða vöru sem aðgengi að sé sérlega gott. Mikilvægt sé að ræða málefnið heima fyrir. Hildur Halldórsdóttir, sérfræðingur í foreldrastarfi og forvörnum ,segir mikilvægt að foreldrar taki yfirvegaða umræðu heima fyrir varðandi hættuleg athæfi sem virðast vera í tísku meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar „Ég held að þarna verðum við að tala um að fræða en ekki hræða,“ segir Hildur. „Grípa tækifærið því að nú er þetta í umræðunni og segja, „heyrðu, hefur þú orðið var við svona eða hvernig er þetta, af hverju ætli þetta sé sniðugt?“ Eins og með önnur vímuefni og annað sem kemur upp, það er alltaf bara þetta, að grípa tækifærið, ræða saman og svolítið leggja spilin á borðið.“
Samkvæmt sérfræðingi hjá Eitrunarmiðstöð geta afleiðingar þess að sniffa gas í hylkjum verið eftirfarandi: Erting í öndunarfærum, höfuðverkur, ógleði, uppköst og svimi. Háþrýstingur og hjartsláttartruflanir. CNS depression (miðtaugakerfisbæling) Lungnaþemba, samfall á lunga og alvarlegur lungnaskaði. Asphyxia (köfnun) Convulsions (krampar) og dauði.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Vilja flokka „rjómasprautugas“ sem fíkniefni Breska ríkisstjórnin vill skrá nituroxíðgas sem ávana- og fíkniefni og banna notkun þess fyrir árslok. Gasið er sérstaklega vinsælt á meðal ungs fólks sem sniffar það meðal annars úr rjómasprautuhylkjum. 5. september 2023 15:47