Adam Idah kom Írum yfir en Cody Gakpo og varamaðurinn Wout Weghorst sáu til þess að Hollendingar settu þrjú stig í pokann.
Frakkar eru á toppi B-riðils undankeppninnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki en Holland kemur þar á eftir með níu stig líkt og Grikkland sem burstaði Gíbratltar 5-0 í hinum leik riðilsins í kvöld.