Jimmy Fallon biðst afsökunar: „Mér líður svo illa“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 7. september 2023 22:59 Margir fyrrverandi starfsmanna þáttarins The Tonight Show segjast hafa hætt í vinnunni vegna geðheilsu sinnar. Aðrir segjast hafa verið reknir. Getty/Mazur Þáttastjórnandinn Jimmy Fallon hefur beðið núverandi og fyrrverandi starfsmenn sína afsökunar á því að hafa stuðlað að „baneitraðri“ vinnustaðamenningu á setti í þáttunum The Tonight Show. Honum segist líða gríðarlega illa. Starfsmennirnir lýstu því í viðtali við tímaritið Rolling Stone að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði í vinnunni. Hann léti skap sitt gjarnan bitna á starfsfólki og hafi ítrekað gert lítið úr því. Andrúmsloftið á vinnustaðnum, setti þáttarins, hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Vegna vinnustaðamenningarinnar töluðu starfsmenn gjarnan sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga,“ eftir því hvernig skapi þáttastjórnandinn var í. Á slæmum degi á Fallon til dæmis að hafa skammað starfsmann fyrir framan grínistann Jerry Seinfeld, sem bað þáttastjórnandann að biðja starfsmanninn afsökunar. Atvikið á að hafa verið afar óþægilegt og niðurlægjandi. Eftir að grein Rolling Stone birtist í dag ræddi Fallon við samtals sextán starfsmenn á Zoom-fundi. Þar baðst hann innilegrar afsökunar: „Þetta er vandræðalegt og mér líður mjög illa. Fyrirgefið ef ég gerði lítið úr ykkur fyrir framan vini og fjölskyldu. Mér líður svo illa að ég get ekki einu sinni lýst því.“ Samkvæmt nýrri grein Rolling Stone telja starfsmenn að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg en erfitt hefur reynst að fá starfsfólk þáttarins í viðtal vegna málsins. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Starfsmennirnir lýstu því í viðtali við tímaritið Rolling Stone að það hafi aldrei verið hægt að treysta á í hvernig skapi Jimmy Fallon yrði í vinnunni. Hann léti skap sitt gjarnan bitna á starfsfólki og hafi ítrekað gert lítið úr því. Andrúmsloftið á vinnustaðnum, setti þáttarins, hafi haft alvarleg áhrif á geðheilbrigði þeirra. Vegna vinnustaðamenningarinnar töluðu starfsmenn gjarnan sín á milli um „góða Jimmy daga“ og „slæma Jimmy daga,“ eftir því hvernig skapi þáttastjórnandinn var í. Á slæmum degi á Fallon til dæmis að hafa skammað starfsmann fyrir framan grínistann Jerry Seinfeld, sem bað þáttastjórnandann að biðja starfsmanninn afsökunar. Atvikið á að hafa verið afar óþægilegt og niðurlægjandi. Eftir að grein Rolling Stone birtist í dag ræddi Fallon við samtals sextán starfsmenn á Zoom-fundi. Þar baðst hann innilegrar afsökunar: „Þetta er vandræðalegt og mér líður mjög illa. Fyrirgefið ef ég gerði lítið úr ykkur fyrir framan vini og fjölskyldu. Mér líður svo illa að ég get ekki einu sinni lýst því.“ Samkvæmt nýrri grein Rolling Stone telja starfsmenn að afsökunarbeiðnin hafi verið einlæg en erfitt hefur reynst að fá starfsfólk þáttarins í viðtal vegna málsins.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira