Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2023 07:00 Alexander Petersson leikur með Val í Olís-deildinni í vetur. Vísir Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Fótbolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira