Lífið

Gary Wrig­ht er látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þekktastur var Gary Wright fyrir ótrúlega leikni sína á hljómborði.
Þekktastur var Gary Wright fyrir ótrúlega leikni sína á hljómborði. Paul Natkin/Getty Images

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Breska blaðið Guar­dian greinir frá því að Wrig­ht hafi látist á heimili sínu í Kali­forníu í gær. Hann hafði greinst með Parkin­son sjúk­dóminn auk heila­bilunar áður en hann lést og hefur miðillinn eftir syni hans að hann hafi átt erfitt með gang og tal vegna veikindanna.

Wrig­ht fæddist í New Jer­s­ey á austur­strönd Banda­ríkjanna árið 1943. Hann átti feril í sjón­varpi auk út­varps sem barna­stjarna en hann lék einnig í Broa­dway söng­leiknum Fanny ellefu ára gamall árið 1954.

Laga­höfundurinn hóf nám í læknis­fræði í Evrópu en á­kvað að leggja tón­listina fyrir sig. Hann var um stund söngvari bresku hljóm­sveitarinnar Spooky Tooth en hóf svo sóló­feril sinn árið 1970.

Wrig­ht samdi reglu­lega tón­list með Bítlinum Geor­ge Har­ri­son sem hann kynntist sama ár en þeir urðu miklir vinir. Hann hefur síðan lýst Bítlinum sem sínum helsta inn­blæstri. Þeir ferðuðust saman árið 1975 til Ind­lands og samdi Wrig­ht lag sitt og plötu Dream Wea­ver í kjöl­farið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.