„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2023 09:07 Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekkert stress á vettvangi og engar sérstakar aðgerðir planaðar vegna mótmæla á hvalveiðiskipum Hvals hf. Vísir/Arnar Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbogarsvæðinu, segir mótmælendurna tvo um borð í hvalveiðiskipum Hvals ekki vilja þiggja aðstoð niður. Hann segir að þeim hafi verið boðin matur og vatn, ef þær komi niður. Spurður hvers vegna það eigi ekki að færa þeim vatn segist hann ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. „Við höfum ekki fært þeim neinn búnað og það stendur ekki til,“ segir Kristján og að engin sérsveit sé á vettvangi og enginn sjúkrabíll. Eina lögreglan sem sé á vettvangi sé á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að tala við mótmælendur. Þær hafa ekki óskað eftir aðstoð sjúkrabíls.“ Hann segir að lögreglan sé í rólegheitum að ræða við þær. „Það er ekkert stress og við erum ekki að fara í neinar aðgerðir.“ Hann segist ekki hafa hugmynd um það hversu lengi lögreglan verður á vettvangi. En gert séð ráð fyrir að vera eins lengi og þær eru uppi. „Þetta er hústökufólk við þessar aðstæður og við erum meira en tilbúin að aðstoða þær niður. Við erum búin að segja þeim að þær geta fengið mat og drykk hjá okkur. En það er bara ef þær koma niður, þá fá þær að drekka og borða.“ Hvalir Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Mótmælendurnir enn í tunnunum Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun sitja þar sem fastast. Vísir fylgist með mótmælunum í beinni útsendingu. 5. september 2023 08:37 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðbogarsvæðinu, segir mótmælendurna tvo um borð í hvalveiðiskipum Hvals ekki vilja þiggja aðstoð niður. Hann segir að þeim hafi verið boðin matur og vatn, ef þær komi niður. Spurður hvers vegna það eigi ekki að færa þeim vatn segist hann ekki vilja tjá sig um það að svo stöddu. „Við höfum ekki fært þeim neinn búnað og það stendur ekki til,“ segir Kristján og að engin sérsveit sé á vettvangi og enginn sjúkrabíll. Eina lögreglan sem sé á vettvangi sé á vegum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að tala við mótmælendur. Þær hafa ekki óskað eftir aðstoð sjúkrabíls.“ Hann segir að lögreglan sé í rólegheitum að ræða við þær. „Það er ekkert stress og við erum ekki að fara í neinar aðgerðir.“ Hann segist ekki hafa hugmynd um það hversu lengi lögreglan verður á vettvangi. En gert séð ráð fyrir að vera eins lengi og þær eru uppi. „Þetta er hústökufólk við þessar aðstæður og við erum meira en tilbúin að aðstoða þær niður. Við erum búin að segja þeim að þær geta fengið mat og drykk hjá okkur. En það er bara ef þær koma niður, þá fá þær að drekka og borða.“
Hvalir Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Bein útsending: Mótmælendurnir enn í tunnunum Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun sitja þar sem fastast. Vísir fylgist með mótmælunum í beinni útsendingu. 5. september 2023 08:37 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir „Fólk með vímefnavanda úr öllum stéttum landsins“ Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Sjá meira
Bein útsending: Mótmælendurnir enn í tunnunum Tveir mótmælendur sem hlekkjuðu sig fasta við tunnur á mastri tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun sitja þar sem fastast. Vísir fylgist með mótmælunum í beinni útsendingu. 5. september 2023 08:37