Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 22:10 Antony gekk í raðir Manchester United sumarið 2022. Naomi Baker/Getty Images Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið. Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Í sumar sagði Gabriela Cavallin að Antony hefði beitt hana heimilisofbeldi þegar þau voru saman. Þá voru talin upp fjögur atvik, þar á meðal eitt þegar Gabriela var ólétt af barni þeirra. Hún missti fóstrið og parið fyrrverandi á því ekki barn saman. Acusado de violência doméstica, Antony é investigado pela políciahttps://t.co/5WtCnYLVfN— Folha de S.Paulo (@folha) September 4, 2023 Í dag, mánudag, birti brasilíska fréttaveitan UOL frekari sönnunargögn sem styðja við frásögn Gabrielu. Þar á meðal eru skjáskot af samtölum þeirra á milli á samfélagsmiðlinum WhatsApp sem og myndir af meiðslum sem Antony olli. Á hann að hafa ráðist að henni í júní á síðasta ári þegar hún var ólétt. Antony ku hafa gert það í bifreið sem og hann hótaði að henda Gabrielu út úr bifreiðinni þegar hún var á ógnarhraða. Síðan í janúar á þessu ári á hann að hafa ráðist á hana sem leiddi til þess að hún fékk skurð á höfuðið og sílíkonpúði í öðru brjósti hennar færðist úr stað. Að lokum átti sér stað atvik í maí á þessu ári sem endaði með því að Gabriela slasaðist á fingri. Í kjölfarið ákvað hún að fara frá Antony og skömmu síðar ákvað hún að opinbera í fjölmiðlum hvað gekk á meðan þau voru saman. „Ég var mjög hrifin í upphafi sambands okkar. Á þessum lokadegi, þann 8. maí, var ég það hrædd að ég vissi ekki hvort ég kæmist út úr húsinu,“ sagði Gabriela um lok sambandsins. #MUFC winger Antony is being investigated by Greater Manchester Police over claims he attacked his former girlfriend. Antony denies any wrongdoing. GMP statement in here https://t.co/vSs51HUcBL— James Ducker (@TelegraphDucker) September 4, 2023 Antony neitar sök. Talsmenn hans vildu ekki tjá sig þegar UOL hafði samband. Manchester United tók í sama streng þegar Daily Mail hafði samband við félagið.
Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira