Golfvöllurinn á kafi og manni bjargað úr húsi í Sandgerði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 23:20 Ljóst er að Kirkjubólsvöllur í Sandgerði hefur orðið fyrir miklum skemmdum. vísir Björgunarsveitir á Suðurnesjum komu manni til bjargar eftir að sjór flæddi yfir sjóvarnargarða í Sandgerði. Sjórinn umlukti hús hans en það er sömuleiðis allt á floti á golfvelli bæjarins. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfestir að björgunarsveit hafi verið kölluð út í kvöld eftir að sjór gekk á land í Hvalnesi, suður af Sandgerði. Umrætt hús.björgunarsveitin sigurvon „Sjóvarnargarður brast og nú umlykur sjór að minnsta kosti eitt hús. Þegar þetta gerist var einn íbúi í húsinu sem þurfti að vaða sjó til að komast á brott. Það er verið að gera ráðstafanir og fá sandpoka til að setja fyrir dyraop og annað. Það virðist hafa flætt ansi mikið þarna.“ Dælubíll frá brunavörnum Suðurnesja var kallaður til til þess að dæla úr húsinu. „Það er mjög há sjávarstaða,“ segir Jón Þór. Allt á kafi Hjónin Marta Eiríksdóttir og Friðrik Þór Friðriksson, sem eru búsett í Nátthaga í Suðurnesjabæ áttu leið hjá golfvellinum í kvöld. „Okkur er litið út um gluggann og sjáum að varnargarðarnir eru brostnir. Það er þvílíkur kraftur í þessu. Við ákváðum að taka myndir til að vekja menn vegna þess að það er í raun ekkert eftir af þessum varnargarði. Það er allt á floti, bara eins og á kæmi hérna yfir,“ segir Marta í samtali við Vísi. Hún segir að allt hafi verið komið á kaf eftir örfáar mínútur. „Við vorum næstum lokuð inni, við gengum út til að taka myndir og svo flæddi allt um kring. Sjórinn er farinn að falla frá en það verður svakalegt að sjá tjónið á morgun. Þetta er mjög vinsæll og góður golfvöllur,“ segir hún. Tvær golfbrautir, fimmtánda og sextánda, hafa orðið fyrir miklu tjóni að sögn Friðriks. Golfvöllurinn er staðsettur við Nátthaga, milli Garðs og Sandgerðis. Það var ekki aðeins í Sandgerði sem það flæddi yfir sjóvarnargarða. Við Ægissíðu í Reykjavík hefur sjór flætt yfir göngustíga. Frá Ægissíðu í kvöld. vísir
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Suðurnesjabær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira