„Helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2023 20:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, vill ekki gera of miklar kröfur til nýs leikmanns liðsins – Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann þekkir þó gæði hans og er fullviss um að hann reynist liðinu vel. Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Gylfi hefur ekki leikið fótbolta síðan vorið 2021. Það sumar var hann handtekinn af lögreglunni í Manchester sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var á meðal nokkurra landsliðsmanna Íslands sem voru það sumar sakaðir um brot gegn konum. Eftir handtökuna lék hann ekki aftur fyrir þáverandi félag sitt Everton. Litlar opinberar upplýsingar er að finna um mál Gylfa en hann var í farbanni um hríð og mátti á þeim tíma hvorki æfa með félagi sínu né fara úr landi. Kæran gegn Gylfa var látin niður falla fyrr á þessu ári og var honum þá frjálst að hefja feril sinn á ný og komast frá Bretlandi. Hann samdi við Lyngby í vikunni og mun því endurvekja feril sinn. Freyr er afar ánægður að hafa fengið Gylfa Þór til danska liðsins en vill stilla væntingum í hóf vegna langrar pásu Gylfa frá fótboltavellinum. „Ég vil ekki setja neinar rosalegar væntingar á hann Gylfa annað en að við vitum hversu stórkostlegur fótboltamaður hann er. Hann hefur ekki gleymt því,“ sagði Freyr og hélt áfram. „Hann þarf að fá að komast í takt aftur inn á vellinum, komast í leikform. Þegar við erum komnir þangað mun hann veita okkur gríðarleg gæði. Leikskilningur á allra hæsta stigi, hann getur klárað leiki upp á einsdæmi.“ „Það sem mér hefur alltaf fundist helsti styrkleiki Gylfa er að hann gerir leikmennina í kringum sig betri. Það er eiginleiki sem ekki allir hafa. Hann nær því besta út úr liðsfélögum sínum og það mun lyfta liðinu gríðarlega.“ „Það er mjög erfitt að finna leikmenn sem geta klárað leiki upp á einsdæmi en það getur hann svo sannarlega. Það er ekki sú pressa sem ég set á hann en ég veit að það er þarna og það kemur á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr að endingu.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01 Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37 Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. 1. september 2023 10:01
Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31. ágúst 2023 14:37
Gylfi Þór orðinn leikmaður Lyngby Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Lyngby og skrifar hann undir eins árs samning við félagið. Frá þessu greinir Lyngby í færslu á samfélagsmiðlum. Marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. 31. ágúst 2023 14:19