Bæjarar hafa byrjað tímabilið sómasamlega en lentu undir eftir hálftíma leik í dag þegar Ko Itakura kom Gladbac yfir. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Leroy Sané jafnaði metin í síðari hálfleik eftir undirbúning Joshua Kimmich.
Það var svo varamaðurinn, hinn 18 ára gamli Mathys Tel, sem skoraði sigurmarkið á 87. mínútu eftir undirbúning Kimmich. Lokatölur 1-2 og Bayern slapp með skrekkinn.
Mathys #Tel! #BMGFCB #MiaSanMia #FCBayern pic.twitter.com/pi2ecWenjs
— FC Bayern München (@FCBayern) September 2, 2023
Sigurinn þýðir að Bayern er með þrjá sigra eftir þrjá leiki en er þó í 2. sæti þar sem Bayer Leverkusen er með betri markatölu. Leverkusen vann öruggan 5-1 sigur á Darmstadt í dag og er að spila frábærlega undir stjórn Xabi Alonso.
Önnur úrslit
Augsburg 2-2 Bochum
Hoffenheim 3-1 Wolfsburg
Stuttgart 5-0 Freiburg
Werder Bremen 4-0 Mainz