Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 12:46 Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings. Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð. Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira
Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Í beinni: Newcastle - Arsenal | Heimamenn í lykilstöðu Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Sjá meira