Alls kyns foktjón í fyrstu haustlægðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 23:33 Frá Keflavíkurhöfn í kvöld. aðsend Annasamt hefur verið hjá björgunarsveitum í kvöld á meðan fyrsta haustlægðin gengur yfir með miklu hvassviðri. Stærsta verkefnið var á hálendinu þar sem sækja þurfti örmagna göngumann. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Landsbjörg Hefðbundin fokverkefni, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Trampólín eru að fjúka, byggingarefni, einhverjir ferðavagnar eru að snúast og fara á hliðina,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Enn hafi ekkert stórtjón orðið. Annasamt hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum. Í kvöld voru tónleikar Ljósanætur haldnir ásamt kjötsúpuveislu. Að sögn Haraldar Haraldssonar aðgerðarstjóra hjá björgunarsveitinni Suðurnes hefur dagskráin gengið áfallalaust fyrir sig. Fregnir bárust af því í kvöld að tæki á tívolísvæði hátíðarinnar hafi fokið um koll. Fyrsta haustlægðin mætti af krafti.Björgunarsveitin Sigurvon Sinna þurfti fjölda verkefna í Reykjanesbæ.Björgunarsveitin Sigurvon „Það hafa verið þónokkuð af verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið en veðrið á Suðurnesjum hefur gengið niður á meðan.“ Tré hafi fallið í Vesturbæ á garðskúr, ásamt hefðbundnu trampólín- og byggingarefnafoki. „Þetta er alveg Þorlákshöfn, Akranes, Borganes, Suðurnes, Hvolsvöllur. Hústjöld hafa fokið og ýmislegt fleira.“ Örmagnaðist á hálendinu Stærsta verkefni björgunarsveita var hins vegar á hálendinu. Sækja þurfti göngumenn á leið þeirra í Jökultungum, milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. „Einn örmagnaðist þar. Hann hafði verið nokkra daga á göngu, sennilega í erfiðari aðstæðum en gert var ráð fyrir. Þeir stoppuðu í Jökultungunum og síðasti hálendisvaktahópurinn okkar er að detta til þeirra, eins langt og þau komast á bíl og labba nú síðasta spottann,“ segir Jón Þór. „Spáin gerði alveg ráð fyrir þessu, þetta er bara að ganga eftir.“ Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira
Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.Landsbjörg Hefðbundin fokverkefni, segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Trampólín eru að fjúka, byggingarefni, einhverjir ferðavagnar eru að snúast og fara á hliðina,“ segir Jón Þór í samtali við fréttastofu. Enn hafi ekkert stórtjón orðið. Annasamt hefur verið hjá björgunarsveitum á Suðurnesjum. Í kvöld voru tónleikar Ljósanætur haldnir ásamt kjötsúpuveislu. Að sögn Haraldar Haraldssonar aðgerðarstjóra hjá björgunarsveitinni Suðurnes hefur dagskráin gengið áfallalaust fyrir sig. Fregnir bárust af því í kvöld að tæki á tívolísvæði hátíðarinnar hafi fokið um koll. Fyrsta haustlægðin mætti af krafti.Björgunarsveitin Sigurvon Sinna þurfti fjölda verkefna í Reykjanesbæ.Björgunarsveitin Sigurvon „Það hafa verið þónokkuð af verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið en veðrið á Suðurnesjum hefur gengið niður á meðan.“ Tré hafi fallið í Vesturbæ á garðskúr, ásamt hefðbundnu trampólín- og byggingarefnafoki. „Þetta er alveg Þorlákshöfn, Akranes, Borganes, Suðurnes, Hvolsvöllur. Hústjöld hafa fokið og ýmislegt fleira.“ Örmagnaðist á hálendinu Stærsta verkefni björgunarsveita var hins vegar á hálendinu. Sækja þurfti göngumenn á leið þeirra í Jökultungum, milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. „Einn örmagnaðist þar. Hann hafði verið nokkra daga á göngu, sennilega í erfiðari aðstæðum en gert var ráð fyrir. Þeir stoppuðu í Jökultungunum og síðasti hálendisvaktahópurinn okkar er að detta til þeirra, eins langt og þau komast á bíl og labba nú síðasta spottann,“ segir Jón Þór. „Spáin gerði alveg ráð fyrir þessu, þetta er bara að ganga eftir.“
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Sjá meira