„Upp úr riðlinum, takk!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2023 17:15 Höskuldur Gunnlaugsson er líkt og aðrir Blikar spenntur fyrir sögulegu verkefni. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti