„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Aron Guðmundsson skrifar 1. september 2023 15:00 Oliver í leiknum gegn Struga í gær Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. „Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
„Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira