Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá HS Veitum fyrr í kvöld var ekki ljóst hvers vegna varð rafmagnslaust í bænum.
HS Veitur og RARIK sjá um dreifingu á rafmagni í bænum. Svo virðist vera af umræðum á íbúahópi Selfoss á Facebook að rafmagnsleysið hafi verið víða.
Starfsmenn HS veitna höfðu áður beðið íbúa á Selfossi um að sýna þolinmæði.