KA er með 28 stig í 7. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Stjörnunni, FH og KR sem eru í sætum 4-6. KA-menn eru með átta mörk í mínus en KR-ingar sjö og FH-ingar fimm. Stjörnumenn eru með sautján mörk í plús og nánast öruggir með sæti í efri hlutanum. Í 22. umferðinni á sunnudaginn mætir KA Fylki í Árbænum.
FH byrjaði leikinn í gær betur en KA komst yfir á 31. mínútu þegar Jóan Símun Edmundsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Akureyringa eftir sendingu frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.
Í uppbótartíma fyrri hálfleik kom Elfar Árni Aðalsteinsson KA-mönnum í 0-2 með skoti í stöng og inn eftir fyrirgjöf frá Harley Willard.
Elfar Árni skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark KA með frábæru skoti í fjærhornið á 56. mínútu og gulltryggði sigur gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði öruggum 0-3 sigri.
Mörkin úr leik FH og KA má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.