Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 14:01 Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki ætla sér í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira