Fraus aftur í miðri setningu Máni Snær Þorláksson skrifar 30. ágúst 2023 21:38 Mitch McConnell fraus aftur í skamma stund á blaðamannafundi í dag. EPA/SHAWN THEW Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
McConnell, sem er 81 árs gamall, var búinn að tala í um tuttugu mínútur á blaðamannafundinum í dag þegar opnað var fyrir spurningar frá fjölmiðlum. McConnell var þá spurður hvort hann ætli sér að bjóða sig aftur fram sem öldungardeildarþingmaður árið 2026. Fyrst sagðist McConnell eiga erfitt með að heyra spurninguna. Spurningin var borin fram aftur og í kjölfarið fraus McConnell í nokkrar sekúndur. Þá var hann spurður hvort hann hefði heyrt spurninguna og svaraði hann því játandi. Ekkert svar kom þó við spurningunni og í kjölfarið var McConnell spurður hvort hann vildi yfirgefa svæðið. Senate Minority Leader Mitch McConnell appeared to freeze again during a gaggle with reporters in Kentucky, stopping for more than 30 seconds after he was asked if he would run for re-election. https://t.co/NLakpsQzyI pic.twitter.com/aHp8GinJsk— NBC News (@NBCNews) August 30, 2023 McConnell vildi þó ekki gera það strax en tveimur spurningum síðar yfirgaf hann fundinn. Talsmaður McConnell segir í samtali við NBC að hann hafi fengið svima á fundinum en að honum „líði vel“ þrátt fyrir það. Hann ætli þó að ræða við lækni áður en hann kemur fram næst. Það vakti töluverða athygli fyrir mánuði síðan þegar McConnell fraus í miðri setningu. McConnell var þá leiddur út af blaðamannafundinum en snéri svo aftur skömmu síðar og sagðist vera í lagi. Daginn eftir sagðist McConnell hafa heilsu til að sinna starfi sínu. Hann hafi fengið svima og því stigið til hliðar í smá stund. Þá vildi hann ekki segja nákvæmlega hvað hefði komið fyrir eða hvort hann hafi hitt lækni eftir atvikið. visir.is/g/20232444319d/segist-vid-goda-heilsu?fbclid=IwAR0cqLknCoSBnD5vBzGWHb9OHmH6BoSnksdWNa7EZ_57rDNzjhaa47MDLfc
Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira