Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Ásmundur Arnarsson þjálfaði Blika frá árinu 2021. Vísir/Vilhelm Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Í beinni: Barcelona - Mallorca | Geta náð sjö stiga forskoti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Leik lokið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira