Umfjöllun og viðtal: HK - ÍBV 2-2 | Mögnuð endurkoma gestanna Sverrir Mar Smárason skrifar 28. ágúst 2023 21:40 ÍBV náði í stig gegn HK. Vísir/Anton Brink HK var með unninn leik í höndunum þegar liðið tók á móti ÍBV í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst heimamönnum að missa 2-0 forystu niður í 2-2 jafntefli í blálokin. Leikurinn fór mjög rólega af stað þar sem ekkert gerðist fyrstu tíu mínúturnar. Baráttan var þó til staðar og úti á vellinum var mikið um návígi á milli manna. Það dró svo til tíðinda á 13. mínútu þegar ÍBV tók snöggt innkast í skömmu síðar var Halldór Jón Sigurður mættur fyrir framan mark HK. Ahmed Faqa virtist þá hrinda í bakið á Halldóri svo skot Halldórs endaði í stönginni. Halldór Jón og ÍBV vildu fá víti en ekkert dæmt. Aðeins hálfri mínútu síðar átti Anton Söjberg svo frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍBV á Örvar Eggertsson sem þá var sloppinn einn gegn Guy Smit í markinu. Örvar vippaði boltanum snyrtilega yfir Smit og í netið. Heimamenn komnir yfir. Bæði lið fengu tækifæri til þess að gera fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Stuttu eftir fyrsta markið slapp Hassan Jalloh einn í gegn en Guy Smit varði frá honum. Guy Smit varði einnig frá Antoni Söjberg sem fékk dauðafæri á 39. mínútu. Undir lok hálfleiksins átti Eiður Aron svo hörkuskot að marki HK sem Arnar Freyr varði. Heilt yfir mikil stöðubarátta og lítið um gæði í fyrri hálfleiknum og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var mun fjörlegri en sá fyrri. Á 51. mínútu var Guy Smit aftur að verja vel fyrir ÍBV. Þá var Örvar Eggertsson í góðu færi, náði góðu skoti en Smit náði að setja fótinn fyrir. Anton Söjberg náði að skora fyrir HK, sitt þriðja mark í deildinni frá komu sinni í glugganum, á 69. mínútu. Skot hans af um 30 metra færi, fór af varnarmanni og framhjá Guy Smit í markinu. HK í góðri stöðu þegar 20 mínútur voru til leiksloka. ÍBV klóraði í bakkann á 74. mínútu. Alex Freyr Hilmarsson fékk þá boltann inni í teig HK. Arnar Freyr, markvörður HK kom út á móti en Alex Freyr náði að renna boltanum fyrir markið á Richard King sem kom boltanum í netið. HK-ingar vildu að dæmd væri rangstaða en markið stóð. Eyjamenn hófu að sækja hart að marki HK en það leit hins vegar ekki út fyrir það lengi vel að þeir ætluðu að ná að jafna leikinn. Það gerðu þeir samt eftir 96 mínútna leik. Felix Örn átti þá fyrirgjöf inn í teig HK og eftir smá klafs náði varamaðurinn Breki Ómarsson að pota boltanum í netið. Tveimur mínútum áður hafði Leifur Andri, fyrirliði og miðvörður HK, verið skipt af velli. Það voru margir sem settu spurningamerki við þá skiptingu eftir á. Annan leikinn í röð tapar HK niður unnum leik í uppbótartíma. Lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? HK voru með þennan leik fyrstu 70 mínúturnar. Þeir áttu að vinna hann ef allt væri eðlilegt sem það er aldrei í fótbolta. Það er erfitt að úrskýra afhverju ÍBV náði að jafna þennan leik. Þeir náðu einhverjum anda í liðið undir lokin eins og Eyjamenn eiga til. HK hefði getað klárað þennan leik með fleiri mörkum miklu fyrr. Hverjir voru bestir? Ótrúlegt en satt þá voru framherji HK og markmaður ÍBV bestir í þessum leik. Anton Söjberg bæði skoraði og lagði upp fyrir HK. Lét vörn ÍBV hafa fyrir sér og virðist smella inn í þetta lið. Guy Smit gerði það að verkum að ÍBV var ekki 3-4 mörkum undir þegar í lokin var komið. Hann varði meistaralega trekk í trekk. Hvað mætti betur fara? Augljóslega er það hvernig HK er að klára leiki. Bæði í kvöld og síðast gegn FH hafa þeir fengið á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Þeir þurfa að skoða hvað veldur því. Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni 3. september mæta KR-ingar til Eyja og spila við ÍBV á meðan HK fer á útivöll gegn Val. Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn HK ÍBV
HK var með unninn leik í höndunum þegar liðið tók á móti ÍBV í 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst heimamönnum að missa 2-0 forystu niður í 2-2 jafntefli í blálokin. Leikurinn fór mjög rólega af stað þar sem ekkert gerðist fyrstu tíu mínúturnar. Baráttan var þó til staðar og úti á vellinum var mikið um návígi á milli manna. Það dró svo til tíðinda á 13. mínútu þegar ÍBV tók snöggt innkast í skömmu síðar var Halldór Jón Sigurður mættur fyrir framan mark HK. Ahmed Faqa virtist þá hrinda í bakið á Halldóri svo skot Halldórs endaði í stönginni. Halldór Jón og ÍBV vildu fá víti en ekkert dæmt. Aðeins hálfri mínútu síðar átti Anton Söjberg svo frábæra stungusendingu inn fyrir vörn ÍBV á Örvar Eggertsson sem þá var sloppinn einn gegn Guy Smit í markinu. Örvar vippaði boltanum snyrtilega yfir Smit og í netið. Heimamenn komnir yfir. Bæði lið fengu tækifæri til þess að gera fleiri mörk í fyrri hálfleiknum. Stuttu eftir fyrsta markið slapp Hassan Jalloh einn í gegn en Guy Smit varði frá honum. Guy Smit varði einnig frá Antoni Söjberg sem fékk dauðafæri á 39. mínútu. Undir lok hálfleiksins átti Eiður Aron svo hörkuskot að marki HK sem Arnar Freyr varði. Heilt yfir mikil stöðubarátta og lítið um gæði í fyrri hálfleiknum og staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var mun fjörlegri en sá fyrri. Á 51. mínútu var Guy Smit aftur að verja vel fyrir ÍBV. Þá var Örvar Eggertsson í góðu færi, náði góðu skoti en Smit náði að setja fótinn fyrir. Anton Söjberg náði að skora fyrir HK, sitt þriðja mark í deildinni frá komu sinni í glugganum, á 69. mínútu. Skot hans af um 30 metra færi, fór af varnarmanni og framhjá Guy Smit í markinu. HK í góðri stöðu þegar 20 mínútur voru til leiksloka. ÍBV klóraði í bakkann á 74. mínútu. Alex Freyr Hilmarsson fékk þá boltann inni í teig HK. Arnar Freyr, markvörður HK kom út á móti en Alex Freyr náði að renna boltanum fyrir markið á Richard King sem kom boltanum í netið. HK-ingar vildu að dæmd væri rangstaða en markið stóð. Eyjamenn hófu að sækja hart að marki HK en það leit hins vegar ekki út fyrir það lengi vel að þeir ætluðu að ná að jafna leikinn. Það gerðu þeir samt eftir 96 mínútna leik. Felix Örn átti þá fyrirgjöf inn í teig HK og eftir smá klafs náði varamaðurinn Breki Ómarsson að pota boltanum í netið. Tveimur mínútum áður hafði Leifur Andri, fyrirliði og miðvörður HK, verið skipt af velli. Það voru margir sem settu spurningamerki við þá skiptingu eftir á. Annan leikinn í röð tapar HK niður unnum leik í uppbótartíma. Lokatölur 2-2. Af hverju varð jafntefli? HK voru með þennan leik fyrstu 70 mínúturnar. Þeir áttu að vinna hann ef allt væri eðlilegt sem það er aldrei í fótbolta. Það er erfitt að úrskýra afhverju ÍBV náði að jafna þennan leik. Þeir náðu einhverjum anda í liðið undir lokin eins og Eyjamenn eiga til. HK hefði getað klárað þennan leik með fleiri mörkum miklu fyrr. Hverjir voru bestir? Ótrúlegt en satt þá voru framherji HK og markmaður ÍBV bestir í þessum leik. Anton Söjberg bæði skoraði og lagði upp fyrir HK. Lét vörn ÍBV hafa fyrir sér og virðist smella inn í þetta lið. Guy Smit gerði það að verkum að ÍBV var ekki 3-4 mörkum undir þegar í lokin var komið. Hann varði meistaralega trekk í trekk. Hvað mætti betur fara? Augljóslega er það hvernig HK er að klára leiki. Bæði í kvöld og síðast gegn FH hafa þeir fengið á sig jöfnunarmark í uppbótartíma. Þeir þurfa að skoða hvað veldur því. Hvað gerist næst? Í lokaumferðinni 3. september mæta KR-ingar til Eyja og spila við ÍBV á meðan HK fer á útivöll gegn Val.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti