„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:35 Björn Daníel var ánægður með Gyrði Hrafn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik þar sem við vorum seinir í boltann og þeir unnu alla seinni boltana. Þeir hefðu getað skorað fleiri en tvö mörk í fyrri hálfleik en Daði [Freyr Arnarsson] var frábær í markinu,“ sagði Björn Daníel og hélt áfram. „Síðan erum við með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur í seinni hálfleik og það gekk allt upp hjá honum. Hann á allt lof skilið þessi frábæri náungi.“ FH var undir í hálfleik en spilaði töluvert betur í síðari hálfleik sem skilaði tveimur mörkum og Birni fannst koma meiri kraftur í liðið. „Við settum meiri kraft í þetta í seinni hálfleik og fórum betur í návígi. Menn þurftu að vera með hundrað prósent einbeitingu allan tímann þar sem völlurinn var afar erfiður.“ Björn viðurkenndi að völlurinn hafi verið erfiður þar sem hann var mjög blautur og boltinn stoppaði oft í polli. „Menn þurftu að hafa mikið fyrir þessu. Við áttum ekki mikið eftir af tanknum í lokin þar sem menn voru búnir að hlaupa mikið og við fengum færi til að skora fjórða markið en það er alltaf sætt að vinna með einu marki sérstaklega þegar maður spyr dómarann hvað er mikið eftir og hann segir tíu sekúndur þegar markmaðurinn er með boltann.“ Fyrstu tvö mörk FH-inga voru ansi ódýr þar sem Valsmenn voru miklir klaufar og Björn talaði ekkert í kringum það. „Þetta voru vægast sagt ódýr mörk sem við skoruðum. Það var vel gert hjá Davíð [Snæ Jóhannssyni] að elta boltann í fyrsta markinu og síðan gefst Gyrðir aldrei upp og gerði þetta virkilega vel í seinna markinu og svo var þetta frábær afgreiðsla hjá honum í þriðja markinu,“ sagði Björn Daníel Sverrisson að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira