Hellisgerði hundrað ára og Hafnfirðingar halda hátíð Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2023 10:19 Hluti hópsins á bak við hátíðarhöldin. Hafnarfjarðarbær Almenningsgarðurinn Hellisgerði var opnaður fyrir eitt hundrað árum og í tilefni af því blása Hafnfirðingar til heljarinnar veislu um helgina. Andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa verður allsráðandi í Hellisgerði um helgina. Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður í hjarta Hafnarfjarðar hvaðan Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eiga góðar minningar og sögur síðustu áratugina. Garðurinn hefur frá upphafi þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem grænt svæði, samverustaður og vettvangur upplifunar og leikja fólks á öllum aldri. Hellisgerði hefur hin síðustu ár stimplað sig inn sem heimur ljósadýrðar og ævintýra á aðventunni og hafa þúsundir gesta lagt leið sína í garðinn í aðdraganda jóla um leið og hið sívinsæla Jólaþorp í Hafnarfirði er heimsótt. Sagan segir að í Hellisgerði sé eitt mesta þéttbýli huldufólks á Íslandi. „Hellisgerði er ein af perlum okkar Hafnfirðinga. Skrúðgarður sem staðsettur er í hjarta miðbæjarins og er vin í því mannlífi, menningu, verslun og þjónustu sem hefur byggst upp í Hafnarfirði hin síðustu ár. Við höfum lagt mikla áherslu á að efla og stækka garðinn, auka aðgengi hans og notkunarmöguleika. Það hefur svo sannarlega tekist sem sýnir sig best á þeim fjölda gesta sem heimsækir garðinn allt árið um kring. Þarna er opið kaffihús með gróðurhúsum yfir sumartímann og á aðventunni. Við höfum staðið í miklum endurbótum og uppbyggingu nú í sumar í tilefni af aldarafmælinu og getum nú með mjög góðu móti haldið þarna hátíðir, tónleika og veislur við alls konar tilefni í sérdeilis mögnuðu umhverfi á besta stað í bænum,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í tilkynningu um hátíðarhöldin. Sungið og dansað í rigningunni Í dag verður blásið til afmælishátíðar í tilefni af hundrað ára afmælis Hellisgerðis og hinn aldargamli garður mun fyllast af ljúfum tónum, leik á harmonikku að þjóðlegum sið og kórsöng auk þess sem Jazzhljómsveitin SE Sextett leikur fyrir dansi með tónum frá 1930. Dansað verður um allan garð og munu fótafimir dansarar vera þar í fararbroddi og gestir hvattir til að stíga sporið og njóta stundarinnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, ávarpar gesti og afhjúpar skilti um sögu og flóru garðsins við hjartað í Hellisgerði auk þess sem boðið verður upp á leiðsögn fagfólks um svæðið. Hægt verður að fræðast um tilurð Yngsta fiskimannsins við tjörnina, sagðar verða sögur af huldufólki og farið yfir þróun og sögu garðsins og samfélagsins á bak við uppbygginguna. Fólk mæti í álfabúningum Á sunnudag faðmar garðurinn fjölskylduna alla með árlegri álfahátíð þar sem fremst fara álfadrottning, álfakóngur, bókaálfur, Benedikt Búálfur og dansandi Plié álfar svo fátt eitt sé nefnt. Gestir þann daginn eru hvattir til að mæta til álfahátíðar klædd álfabúningum. Hátíðir helgarinnar eru öllum opnar og dagskráin í anda þeirra hugmynda og gilda sem garðurinn hefur staðið fyrir í 100 ár. Hafnarfjarðarbær gaf málfundarfélagi gerðið Sögu Hellisgerðis má rekja aftur til 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi hjá Málfundafélaginu Magna og spurði: „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Í framsögunni svaraði hann sjálfur spurningunni játandi með hugmynd um að koma upp skemmti- eða blómagarði sem yrði Magna til sóma og bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd innan félagsins sem hafði það hlutverk að finna heppilegan stað fyrir garðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hið svokallaða „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar væri kjörið fyrir garðinn en þar var fyrir vísir að trjálundi. Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta félaginu í té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust. Vorið eftir var búið að girða Hellisgerði af og markviss ræktun hafin. Sumarið 1923 var haldin þar Jónsmessuhátíð til þess að afla fjár til starfseminnar og við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði formlega. Í skipulagsskrá fyrir garðinn kemur fram að upphaflegur tilgangur hans var fyrst og fremst þríþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtistaður þar sem bæjarbúar ættu kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að upphaflegur tilgangur endurspeglist enn í þróun og uppbyggingu garðsins sem í dag er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Andi liðinnar aldar, huldufólks og álfa verður allsráðandi í Hellisgerði um helgina. Hellisgerði er hrauni prýddur skrúðgarður í hjarta Hafnarfjarðar hvaðan Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eiga góðar minningar og sögur síðustu áratugina. Garðurinn hefur frá upphafi þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki sem grænt svæði, samverustaður og vettvangur upplifunar og leikja fólks á öllum aldri. Hellisgerði hefur hin síðustu ár stimplað sig inn sem heimur ljósadýrðar og ævintýra á aðventunni og hafa þúsundir gesta lagt leið sína í garðinn í aðdraganda jóla um leið og hið sívinsæla Jólaþorp í Hafnarfirði er heimsótt. Sagan segir að í Hellisgerði sé eitt mesta þéttbýli huldufólks á Íslandi. „Hellisgerði er ein af perlum okkar Hafnfirðinga. Skrúðgarður sem staðsettur er í hjarta miðbæjarins og er vin í því mannlífi, menningu, verslun og þjónustu sem hefur byggst upp í Hafnarfirði hin síðustu ár. Við höfum lagt mikla áherslu á að efla og stækka garðinn, auka aðgengi hans og notkunarmöguleika. Það hefur svo sannarlega tekist sem sýnir sig best á þeim fjölda gesta sem heimsækir garðinn allt árið um kring. Þarna er opið kaffihús með gróðurhúsum yfir sumartímann og á aðventunni. Við höfum staðið í miklum endurbótum og uppbyggingu nú í sumar í tilefni af aldarafmælinu og getum nú með mjög góðu móti haldið þarna hátíðir, tónleika og veislur við alls konar tilefni í sérdeilis mögnuðu umhverfi á besta stað í bænum,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, í tilkynningu um hátíðarhöldin. Sungið og dansað í rigningunni Í dag verður blásið til afmælishátíðar í tilefni af hundrað ára afmælis Hellisgerðis og hinn aldargamli garður mun fyllast af ljúfum tónum, leik á harmonikku að þjóðlegum sið og kórsöng auk þess sem Jazzhljómsveitin SE Sextett leikur fyrir dansi með tónum frá 1930. Dansað verður um allan garð og munu fótafimir dansarar vera þar í fararbroddi og gestir hvattir til að stíga sporið og njóta stundarinnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, ávarpar gesti og afhjúpar skilti um sögu og flóru garðsins við hjartað í Hellisgerði auk þess sem boðið verður upp á leiðsögn fagfólks um svæðið. Hægt verður að fræðast um tilurð Yngsta fiskimannsins við tjörnina, sagðar verða sögur af huldufólki og farið yfir þróun og sögu garðsins og samfélagsins á bak við uppbygginguna. Fólk mæti í álfabúningum Á sunnudag faðmar garðurinn fjölskylduna alla með árlegri álfahátíð þar sem fremst fara álfadrottning, álfakóngur, bókaálfur, Benedikt Búálfur og dansandi Plié álfar svo fátt eitt sé nefnt. Gestir þann daginn eru hvattir til að mæta til álfahátíðar klædd álfabúningum. Hátíðir helgarinnar eru öllum opnar og dagskráin í anda þeirra hugmynda og gilda sem garðurinn hefur staðið fyrir í 100 ár. Hafnarfjarðarbær gaf málfundarfélagi gerðið Sögu Hellisgerðis má rekja aftur til 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi hjá Málfundafélaginu Magna og spurði: „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“ Í framsögunni svaraði hann sjálfur spurningunni játandi með hugmynd um að koma upp skemmti- eða blómagarði sem yrði Magna til sóma og bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd innan félagsins sem hafði það hlutverk að finna heppilegan stað fyrir garðinn. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að hið svokallaða „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar væri kjörið fyrir garðinn en þar var fyrir vísir að trjálundi. Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta félaginu í té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust. Vorið eftir var búið að girða Hellisgerði af og markviss ræktun hafin. Sumarið 1923 var haldin þar Jónsmessuhátíð til þess að afla fjár til starfseminnar og við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði formlega. Í skipulagsskrá fyrir garðinn kemur fram að upphaflegur tilgangur hans var fyrst og fremst þríþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtistaður þar sem bæjarbúar ættu kost á að njóta ánægju og hvíldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar. Óhætt er að segja að upphaflegur tilgangur endurspeglist enn í þróun og uppbyggingu garðsins sem í dag er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira