Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Siggeir Ævarsson skrifar 26. ágúst 2023 09:59 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira