Allar spænsku landsliðskonurnar ætla ekki að spila aftur fyrr en Luis Rubiales segir af sér Siggeir Ævarsson skrifar 26. ágúst 2023 09:59 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Leikmenn heimsmeistara Spánar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þær segja að þær muni ekki spila fleiri leiki fyrir landsliðið fyrr en Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambandsins, segir af sér. Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira
Óviðeigandi hegðun Rubiales eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM hefur vakið mikla athygli og hefur verið kallað eftir því að hann taki ábyrgð á gjörðum sínum úr ýmsum áttum. Atvikið sem kom öllu af stað átti sér stað í fagnaðarlátum liðsins eftir sigurleikinn þegar Rubiales þröngvaði rembingskossi beint á varir Jennifer Hermoso óumbeðinn og án samþykkis. Síðan þá hafa fleiri hneykslismál komið fram í sviðsljósið en Rubiales hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni á vinnustað og að hafa nýtt peninga knattspyrnusambandsins á vafasaman máta. Fyrrum samstarfskona hans, Tamara Ramos Cruz, segir að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað þegar þau unnu saman fyrir tíu árum. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Spænska knattspyrnusambandið virtist ætla að sópa málinu undir teppið en liðið fór á HM í skugga deilna leikmanna og þjálfarans Jorge Vilda. Margir af reyndustu leikmönnum Spánar gáfu ekki kost á sér en Rubiales stóð með þjálfaranum í þessu máli. Hegðun hans í fagnaðarlátunum hefur einnig vakið athygli en hann greip um brjóst samstarfskonu sinnar í fagnaðarlátunum. Rubiales sagðist upphaflega ætla að segja af sér en skipti svo snarlega um skoðun og gerði lítið úr kossinum alræmda. „Þetta var bara smá koss. Það var engin þrá eða drottnun þarna, þetta var eins og ég væri að kyssa dóttur mína. Þetta gerðist í hita augnabliksins og báðir aðilar voru samþykkir.“ Spjótin standa nú að Rubiales úr öllum áttum. Leikmenn liðsins eru farnir í verkfall, FIFA hefur hafið rannsókn á hegðun hans, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir framkomu hans óásættanlega og þá hefur Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar hans. Allir 23 leikmenn Spánar sem tóku þátt í HM skrifuðu undir yfirlýsinguna og alls er 81 leikmaður sem hefur gefið það út að þeir muni ekki spila fyrir landsliðið. Rubiales situr þó enn sem fastast í sínu sæti sem forseti. BREAKING: The Spain women's football squad say in a joint statement they will not play any matches until Spanish FA president Luis Rubiales has resigned pic.twitter.com/Yp7jKdqf6I— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 25, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjá meira