Vöxtur Verne hraðari en búist var við og leita því til fjárfesta

Gagnaverið Verne Global vex hraðar en gert var ráð fyrir við kaup breska innviðasjóðsins Digital 9 haustið 2021. Þess vegna er félagið að leita til fjárfesta (e. capital sources) til að fjármagna frekari vöxt fyrr en áætlað var, segir forstjóri Verne Global.