Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að umsækjendur séu:
- Elísabet Dolinda Ólafsdóttir aðstoðarforstjóri
- Hildur Kristinsdóttir gæðastjóri
„Þriggja manna nefnd verður skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún mun starfa í samræm við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir sem meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands.“
Heilbrigðisráðherra skipar í embættið til næstu fimm ára frá 1. desember næstkomandi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Sigurði M. Magnússyni sem lætur brátt af störfum fyrir aldurs sakir.
Geislavarnir ríkisins hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum. Forstjóri ber ábyrgð á að Geislavarnir ríkisins starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við lög um opinber fjármál og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.