Lífið

Skærasta stjarna landsins á lausu

Íris Hauksdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa
Tónlistarkonan Bríet umvafin íslenskri náttúru.
Tónlistarkonan Bríet umvafin íslenskri náttúru. Bríet

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Eftir þriggja ára samband hefur tónlistarparið farið hvort í sína áttina. 

Bríet og Rubin byrjuðu saman í ágúst árið 2020.Bríet

Bríet hefur fyrir löngu haslað sér völl innan íslensku tónlistarsenunnar sem ein af okkar allra bestu tónlistarkonum. Lagið hennar Esjan hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan það kom út árið árið 2020 og í kjölfarið platan Kveðja, Bríet.

Bríet var valin söngkona ársins á Hlustendaverðlaununum árið 2019 en fyrr í dag gaf hún, ásamt söngvaranum Ásgeiri Trausta, út lagið Venus. Sjálf segir hún að lagið fjalli um kynlíf enda sé titillinn á laginu sóttur í ástarstjörnuna.


Tengdar fréttir

„Þetta lag fjallar um kyn­líf“

Tónlistarfólkið Bríet Ísis Elfar og Ásgeir Trausti Einarsson sameina krafta sína á ný en í dag kemur út lagið þeirra Venus. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem listamennirnir leiða saman hesta sína því í fyrra gaf Bríet út ábreiðu á lagi Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.