Stórhætta í leiknum gegn Struga: Varamenn Blika féllu um koll í rokinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2023 12:31 Oliver Stefánsson liggur eftir og Brynjar Atli Bragason heldur um höfuð sér. stöð 2 sport Hávaðarok setti svip sinn á leik Struga og Breiðabliks í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta karla, innan vallar sem utan. Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira
Blikar unnu leikinn með einu marki gegn engu. Höskuldur Gunnlaugsson var hetja sinna manna en hann skoraði eina mark leiksins á 35. mínútu með góðu skoti eftir laglegan einleik. Aðstæður í Struga voru afar krefjandi, völlurinn ósléttur og svo í seinni hálfleik bætti heldur betur í vindinn. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi eftir leikinn. Rokið hafði ekki bara áhrif á leikmennina 22 inni á vellinum heldur einnig á varamennina. Í upphafi seinni hálfleiks sást Oliver Stefánsson til að mynda liggja eftir á hliðarlínunni og samherjar hans stumra yfir honum. Þá hélt varamarkvörðurinn Brynjar Atli Bragason um höfuð sér. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Varamenn féllu um koll „Það fauk gervigrasrenningur sem var til upphitunar til hliðar við bekkinn. Renningurinn fauk á Brynjar Atla, kom við andlitið á honum, og svo sveipti gervigrasið Oliver Stefánssyni um koll,“ sagði Óskar Hrafn við fótbolta.net eftir leikinn. Seinni leikur Breiðabliks og Struga fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudaginn. Ef Blikar forðast tap verða þeir fyrsta íslenska liðið sem kemst í riðlakeppni í Evrópukeppni.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Sjá meira