Fjalla um íslensku stelpuna sem fékk hitaslag en kom til baka og vann brons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 12:00 Bergrós Björnsdóttir ofhitnaði á fyrsta degi á heimsleikunum og það var mjög mikilvægt að kæla sig niður á milli krefjandi greina enda mikinn hiti úti. Móðir hennar náði þessari mynd af henni í ísbaði. @begga_bolstrari Íslenska CrossFit stelpan Bergrós Björnsdóttir er í sviðsljósinu hjá Morning Chalk Up vefnum í dag þar sem farið er vel yfir afrek hennar á heimsleikunum. Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up
CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Sjá meira
Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31
Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01
Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01