Eurovision-sigurvegarinn Toto Cutugno látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 15:38 Cutugno á tónleikum í Ungverjalandi árið 2016. EPA Salvatore „Toto“ Cutugno, sem vann Eurovision söngvakeppnina árið 1990, er látinn áttræður að aldri. Hann söng lagið „Insieme: 1992“ sem fjallar um sameinaða Evrópu. Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún. Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Sjá meira
Cutugno lést á þriðjudag á San Raffaele spítalanum í Mílanó. Banamein hans var krabbamein í blöðruhálskirtli sem hann hafði barist við um langt skeið. Hann var fæddur í bænum Fosdinovo í Toskana héraði árið 1943 og byrjaði sinn tónlistarferil 19 ára gamall, sem trymbill í hljómsveitinni Toto e i Tati. Seinna stofnaði hann diskóbandið Albatros. Með Albatros tók Cutugno fyrst þátt í Sanremo, tónlistarkeppninni þekktu, árið 1976 og hafnaði í þriðja sæti. En Sanremo hefur margsinnis verið notuð sem forkeppni Ítala í Eurovision. Árið 1978 hóf Cutugno sólóferil sem gekk vel og árið 1980 vann hann Sanremo keppnina með laginu „Solo noi“. Hann náði hins vegar fyrst frægð út fyrir landsteinana árið 1983 með laginu „L´Italiano.“ Cutugno var raðkeppandi í Sanremo og söng alls 15 sinnum, síðast árið 2010. Tapaði Sanremo en vann Eurovision Árið 1990 bauðst Cutugno að taka þátt í Eurovision keppninni, sem haldin var í júgóslavnesku borginni Zagreb, eftir að sigurvegarar Sanremo neituðu að taka þátt. Cutugno hafði þá hafnað í öðru sæti með lagið „Insieme: 1992“ sem er óður til Evrópusamstarfsins. Maastricht sáttmáli Evrópusambandsins var undirritaður árið 1992 sem titill lagsins vísar til. Skemmst er frá því að segja að Cutugno vann keppnina fyrir Ítalíu með 149 stigum á meðan Frakkland og Írland höfnuðu í öðru sæti með 132 og Ísland í fjórða sæti með 124. En það var Stjórnin sem söng „Eitt lag enn“ þetta ár. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, minntist Cutugno á samfélagsmiðlum eftir að andlátið var tilkynnt. „Far vel Toto Cutugno, sannur Ítali,“ sagði hún.
Eurovision Ítalía Andlát Evrópusambandið Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Reynir festi kaup á 210 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Valkyrjunar komu Þorgerði á óvart „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Sjá meira