Skáksambandið vill halda Íslandsmótið í Mosfellsbæ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 11:22 Mynd er úr safni frá Íslandsbikarnum í skák árið 2021. Vísir/Vilhelm Skáksamband Íslands vill halda Íslandsmótið í skák í Mosfellsbæ á næsta ári. Sambandið hefur sent bæjarstjóra Mosfellsbæ erindi vegna málsins. Stefnt er að því að halda mótið í apríl og/eða maí á næsta ári. Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel. Skák Mosfellsbær Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Í erindinu, sem birt er á vef bæjarins, segir að Íslandsmótið sé hápunktur íslensks skáklífs ár hvert. Í landsliðsflokki Íslandsmótsins tefla tíu til tólf sterkustu skákmenn landsins um Íslandsmeistaratitilinn. Undir erindið skrifar Gunnar Björnsson, forseti sambandsins. Á næsta ári verða fjórtán ár síðan mótið var haldið í fyrsta og eina skiptið í Mosfellsbæ. Segir í erindi sambandsins að mótið hafi þótt takast afar vel og að enn þann dag í dag tali skákáhugamenn, sem lögðu leið sína á skákstað, afar vel um mótið og þá faglegu umgjörð sem bæjarfélagið hafi átt þátt í að skapa. „Skáksambandið óskar því eftir stuðningi bæjarfélagsins við að halda mótið í bænum. Sá stuðningur gæti falist í fríu húsnæði, kaffiveitingum á meðan móti stendur, fjárhagsstuðningi upp á 500.000 kr. og lokahófi að loknu móti.“ Skáksambandið muni leggja til alla vinnu við mótið, verða með beinar útsendingar og útvega öll verðlaun. Segist sambandið ávallt leggja mikið upp úr umgjörð þessa móts og verði hún því öll hin glæsilegasta. Þá segir sambandið að í kringum mótið mætti hafa aðra skákviðburði í bænum, líkt og barna-og unglingamót. Þannig mætti freista þess að ýta undir skáklífið í bænum og segist sambandið að sjálfsögðu tilbúið að aðstoða við auka skákkenslu við ungmenni í bænum. Tekið er fram að mótið taki alls þrettán daga. Dagsetningar á bilinu 19. apríl til 12. maí henti sambandinu afar vel.
Skák Mosfellsbær Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira