Silva framlengir við City og hafnar Al-Hilal og PSG Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 17:31 Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Englands- og Evrópumeistara Manchester City. Vísir/Getty Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Manchester City til ársins 2026. Hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu. Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira