Hilary dynur á Kaliforníu með metúrkomu Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 10:32 Nær yfirfullt flóðvarnarrými í Pálmaeyðimörkinni í Kaliforníu vegna úrkomu sem fylgdi Hilary í gær. AP/Mark J. Terrill Meira en ársúrkoma er þegar fallin á sumum stöðum þar sem hitabeltislægðin Hilary fer yfir í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Neyðarástandi var lýst yfir á svæðinu en mikil hætta er talin á lífshættilegum skyndiflóðum og aurskriðum. Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Hilary er fyrsta hitabeltislægðin sem nær til Kaliforníu í meira en áttatíu ár. Hún var upphaflega fjórða stigs fellibylur í Mexíkóflóa. Vindstyrkur hennar hefur minnkað og er hún því nú skilgreind sem leifar af hitabeltislægð. Það er þó ekki vindstyrkurinn sem veðurfræðingar óttast heldur úrkoman sem hún ausir nú yfir ríkið. Í eyðimerkurborginni Palm Springs var úrkomumet slegið þegar nærri því 7,6 sentímetrar féllu á sex tímum í gærkvöldi. Það er meira en helmingur ársúrkomu þar. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði að í sumum hlutum Palm Springs hafi fallið meira regn á einni klukkustund en í allri sögu borgarinnar. Veðurfræðingar segja að í fjöllum og í eyðimörkinni geti fallið allt frá tólf til 25 sentímetrar regns, meira en ársúrkoma. Fjallabæir í San Bernardino-sýslu austur af Los Angeles voru rýmdir vegna hættunnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Auk flóða og skriða er varað við því að einstaka hvirfilbyljir gætu myndast í suðvestanverðri Kaliforníu, norðvestanverðu Arizona, sunnanverðu Nevada og suðvestanverðu Utah, að sögn Washington Post. Erfitt er að spá fyrir um myndun slíkra bylja með nokkrum fyrirvara. Úrhelli ofan á skraufþurran jarðveg Úrhellið þykir sérstaklega hættulegt vegna þess hversu þurrt svæðið er. Jarðvegurinn er skraufþurr og hefur litla getu til þess að drekka í sig vatnið. Hættan á skyndiflóðum er því meiri en ella. Varað er við hættulegum skyndiflóðum í Los Angeles- og Ventura-sýslum fram á mánudagsmorgun að staðartíma. Skólahaldi í Los Angeles og San Diego var frestað vegna veðursins í dag. Vatn flæddi yfir tjaldbúðir heimilislausra við þjóðveg í Palmdale.AP/Richard Vogel Heimilislaust fólk er sagt í sérstakri hættu í hamförunum en áætlað er að það sé um 75.000 talsins í Los Angeles-sýslu. Slökkviliðsmenn þurftu meðal annars að bjarga fólki úr hnéháu flóðvatni í búðum heimilislaustra við San Diego-ána, að sögn AP-fréttastofunnar. Hilary á að veikjast eftir því sem hún þokast norður yfir Kaliforníu og til Nevada. Storminum getur þó enn fylgt töluverð úrkoma þar. Úrhellið gæti jafnvel náð alla leið til Oregon og Idaho. Að minnsta kosti einn fórst í bíl sem hreifst með flóði þegar Hilary fór yfir Kaliforníuskaga í norðvestanverðu Mexíkó og olli skyndiflóðum sem skoluðu burt vegum í gær. Mexíkóski herinn segist hafa flutt um 2.500 manns af hættusvæðum þar.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. 19. ágúst 2023 23:31