Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 23:31 Hermoso var til í að kyssa bikarinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn