Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 23:31 Hermoso var til í að kyssa bikarinn en ekki forseta spænska knattspyrnusambandsins. Daniela Porcelli/Getty Images/Skjáskot Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira
Olga Carmona Garcia skoraði markið sem tryggði Spánverjum sinn fyrsta heimsmeistaratitil og Hermoso fékk kjörið tækifæri til að gera út um leikinn á 70. mínútu þegar Spánn fékk vítaspyrnu. Mary Earps, markvörður Englands, gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Hermoso en það kom ekki að sök. Spánn hrósaði sigri og varð heimsmeistari í fyrsta skipti. Hin 33 ára gamla Hermoso sýndi að lengi býr í gömlum glæðum en framherjinn spilaði á miðjunni nær allt mótið og gerði það óaðfinnanlega. Þegar Spánverjar fengu afhent gullverðlaun sín eftir leik þá ákvað Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, að taka utan um andlit Hermoso og kyssa hana á munninn. Forsetinn hefur fengið á baukinn á samfélagsmiðlum enda fólk almennt á því að gríðarlega óviðeigandi hegðun hafi verið að ræða. „Eh … já, ég naut þessi engan veginn,“ sagði Hermoso þegar hún var spurð út í atvikið í viðtali eftir á. Jennifer Hermoso sur le baiser de Luis Rubiales : "Je n'ai pas aimé"pic.twitter.com/zArtGYeFnc— LigActu (@LigActu) August 20, 2023 Þær spænsku hafa verið í sviðsljósinu á HM enda vantaði fjöldann allan af frábærum leikmönnum í leikmannahóp liðsins vegna hegðunar Jorge Vilda, þjálfara liðsins. Alls skrifuðu 15 leikmenn liðsins undir bréf þar sem vottað var fyirr því að Vilda hefði slæm áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Þá voru aðferðir hans gagnrýndar. Vakti það mikla athygli þegar liðið sást fagna í leikslok að Vilda fagnaði með starfsliði sínu á meðan leikmenn Spánar fögnuðu saman.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Spánn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Sjá meira