Messi skoraði sitt tíunda mark í aðeins sínum sjöunda leik fyrir liðið þegar hann kom Inter Miami í forystu á 23. mínútu leiksins.
Fafa Picault jafnaði þó metin fyrir Nashville eftir um klukkutíma leik og það reyndist seinasta mark venjulegs leiktíma. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.
Bæði lið skoruðu úr fjórum spyrnum af fimm þar sem Messi og Sergio Busquets skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum Inter Miami. Randall Leal klikkaði á annarri spyrnu Nasville áður en Victor Ulloa misnotaði fimmtu spyrnu Inter Miami og því var farið í bráðabana.
Hvorugt liðið virtist geta klikkað í bráðabananum og úrslitin réðust ekki fyrr en markverðirnir stigu á punktinn. Drake Callender skoraði fyrir Inter Miami, en Elliot Panicco misnotaði elleftu spyrnu Nashville og þar með voru úrslitin ráðin.
Inter Miami fagnar því deildabikarmeistaratitlinum og fer inn í tímabilið með sjálfstraustið í botni, en Nashville þarf að gera sér silfrið að góðu.
David Beckham and Inter Miami are in love with Lionel Messi 💖 pic.twitter.com/45LxoAoPjR
— GOAL (@goal) August 20, 2023