Enska úrvalsdeildin vart farin af stað en dómgæslan á strax undir högg að sækja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2023 08:00 Bruno Fernandes var ekki sáttur með að fá ekki vítaspyrnu en fékk gult spjald. Rob Newell/Getty Images Fimm leikir í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fóru fram í gær, laugardag, og segja má að dómgæslan sé í brennidepli eftir þá. Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Dómgæslan í deildinni var strax til umræðu að lokinni 1. umferð þar sem Liverpool taldi sig eiga að hafa fengið vítaspyrnu gegn Chelsea þegar boltinn fór í höndina á Nicolas Jackson innan vítateigs. Nú vildi Manchester United fá vítaspyrnu í stöðunni 0-0 þegar boltinn fór augljóslega í höndina á Cristian Romero, miðverði Tottenham Hotspur, innan vítateigs. Bjarni Þór Viðarsson, sérfræðingur á Símanum, sagði í útsendingu Símans að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Bruno Fernandes, leikmaður Man United, sagðist reikna með að lið hans fengi opinberlega afsökunarbeiðni líkt og Úlfarnir fengu eftir 1-0 tap á Old Trafford í 1. umferð. Þá rauk André Onana út í fyrirgjöf og lenti á leikmanni Úlfanna án þess að koma við boltann. "I ll be sitting here and they can come. Bruno Fernandes says he ll be waiting for an apology from refereeing chief Jon Moss over a penalty decision that did not go Manchester United's way during their 2-0 defeat by Tottenham. @awinehouse1 https://t.co/VVF0xXZXqo pic.twitter.com/Lu27aWuV9m— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 19, 2023 Engin vítaspyrna var dæmd en eftir leik gáfu dómarasamtök Englands út yfirlýsingu þess efnis að um klára vítaspyrnu væri að ræða. Þrátt fyrir 3-1 sigur Liverpool á Bournemouth þá var Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, allt annað en sáttur með rauða spjaldið sem Alexis Mac Allister fékk. Klopp má vel vera reiður en Gary Lineker, þáttastjóranndi Match of the Day og fyrrum landsliðsmaður Englands tók í sama streng. Mac Allister sees red but it s a nonsense. Referee and VAR at Anfield having a poor day.— Gary Lineker (@GaryLineker) August 19, 2023 Að endingu lét Marco Silva, þjálfari Fulham, dómarann heyra það eftir 0-3 tap sinna manna gegn Brentford. Annað mark Brentford kom úr vítaspyrnu og fékk Tim Ream að líta sitt annað gula spjald þegar hún var dæmd. Það var Silva ósáttur með. „Þeir fengu hornspyrnu og vítaspyrnu í kjölfarið sem aðeins dómarinn sá. Leikmenn mínir voru mjög hissa á ákvörðun dómarans. Ég hef séð þetta tíu sinnum núna og sá ekkert athugavert við atvikið, bara dómarinn og myndbandsdómarinn sáu þetta,“ sagði Silva. Þá bætti hann við að Fulham myndi fá 200 gul spjöld í fyrstu 10 leikjum tímabilsins haldi þetta áfram. "We are going to finish the first 10 games of the season with more than 200 yellow cards for everybody on the pitch" Marco Silva voices his frustrations at Tim Ream's red card pic.twitter.com/5z23ExJT7A— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 19, 2023 Myndbandstæknin [VAR] átti að aðstoða dómara við að taka réttar ákvarðanir en miðað við fyrstu leiki ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið virðist VAR bara ætla að auka á vanlíðan allra þeirra sem fylgjast með deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira