Slíta hlutabréfasjóðnum Akta Atlas eftir brotthvarf Davíðs

Hlutabréfasjóðnum Akta Atlas, sem var stofnaður fyrir þremur árum og fjárfestir einkum í erlendum hlutabréfum, hefur verið slitið en sjóðurinn hafði minnkað verulega að stærð á síðustu misserum. Ákvörðun um slit sjóðsins kemur á sama tíma og sjóðstjóri hans hætti hjá Akta og réð sig yfir til VEX.