Samstilltir strengir innan samfélagsins - Mikilvægi tónlistarnáms í gegnum kynslóðir og þvert á aldur Helga Margrét Clarke skrifar 18. ágúst 2023 10:31 Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms er óumdeilanlegur. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu og breytinga á greiðsluþátttöku stjórnvalda í tónlistarnámi fullorðinna finn ég mig knúna til að setja nokkur orð niður á blað. Hvernig væri lífið án tónlistar? Ég hugsa að flestir séu sammála því að án tónlistar þá væri heimurinn ekki sá sami. Þó ekki nema brot af mannkyninu starfi við tónlist þá spilar tónlist samt sem áður stóran þátt í lífi okkar flestra. Án tónlistar þá væri furðulegt að fara út að skemmta sér, við myndum ekki syngja, færum ekki á tónleika, hljóðheimur kvikmynda væri mjög frábrugðinn því sem við þekkjum, engin tónlist í kirkjutengdum athöfnum og svo mætti lengi telja. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms Tónlistarnám hefur ekki eingöngu það hlutverk að auka færni einstaklinga til að spila á hljóðfæri eða nota söngröddina sína, tónlistarnám nærir sköpunargáfu, eykur vitsmunaþroska, tjáningu og samvinnu til að nefna aðeins brotabrot af þeim jákvæðu áhrifum sem tónlist og tónlistarnám hefur. Ávinninginn sem fæst af tónlistarnámi má auðveldlega yfirfæra á önnur svið og hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að tónlistarnám hefur jákvæð áhrif á námsgetu á öðrum sviðum. Tónlistarnám fyrir börn er mikið rannsakað efni, tónlist örvar heilavöxt, hefur jákvæð áhrif á þróun vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska. Tónlistarnám eykur minni og ýtir undir þróun ýmissar færni, s.s. lausnamiðaðrar hugsunar. En ávinningurinn er ekki eingöngu bundinn börnum. Ávinningur fyrir fullorðna er einnig mikill. Einn mest rannsakaði þátturinn eru mótverkandi áhrif tónlistar á streitu, en streita er í dag einn helsti orsakavaldur kulnunar og örmögnunar með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Fyrir aldraða hafa rannsóknir sýnt fram á að tónlistarnám og/eða tónlistarmeðferð geti unnið gegn einangrunartilfinningu, aukið vitræna virkni sem og stuðlað að auknum lífsgæðum. Tónlistarnám – Fyrir öll? Nýlegasta útspil stjórnvalda er hrein og klár mismunun á svo margan hátt. Með því að setja þessi nýju viðmið mótframlagsins út frá aldri þá sitjum við ekki öll við sama borð. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að eldra fólk ætti að öllum líkindum að hafa efni á að greiða fyrir sitt nám án aðkomu stjórnvalda í formi mótframlags EN þetta er ekki svona einfalt! Ekki öll börn fæðast inn í fjölskyldu þar sem tónlistarnám er hreinlega í boði, námið er mögulega ekki álitið góður kostur, ekki alltaf fjárhagslegt svigrúm til að greiða fyrir nám sem gerir það að verkum að þessir einstaklingar hafa ekki sömu tækifæri og aðrir á meðan þeir falla innan þessara aldursviðmiða mótframlags. Eins er hreinlega ekki tónlistarnám í boði innan allra byggðarlaga og þeir einstaklingar hafa því ekki einu sinni kost á að hefja sitt nám snemma á lífsleiðinni. Dæmi eru líka um að börn stundi tónlistarnám snemma á lífsleiðinni en taki síðan hlé vegna annars náms (Menntaskóla, Háskóla) en hafi áhuga á að taka upp þráðinn seinna meir, ef þau falla þá utan aldursviðmiða er það ansi mikil hindrun fyrir að klára námið. Ekki má gleyma því að í einhverjum tilfellum eru einstaklingar sem þurfa að taka hlé á sínu tónlistarnámi eða fresta námi vegna barneigna, sérstaklega þegar fólk eignast börn snemma, langoftast konur. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki fjárhagslegan stöðugleika og/eða svigrúm til að stunda tónlistarnám á meðan börnin eru lítil. Varðandi söngnám þá er líka mikilvægt að taka fram að raddir, þá sérstaklega karlaraddir þroskast oft ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni, jafnvel ekki fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri. Ætlum við að útiloka þann hóp? Ekki allir ná sínu „peak“ fyrir 26 ára aldur, sem dæmi þá urðu eftirfarandi tónlistarmenn ekki frægir fyrr en eftir fertugt: Willie Nelson, Bonnie Raitt, Thelonius Monk, Sia og Louis Armstrong… Tónlist treystir stoðir samfélaga Samfélög þrífast best þegar tengsl myndast í gegnum sameiginlega reynslu. Tónlist hefur þann einstaka hæfileika að skapa slík tengsl, hún sameinar fólk og ýtir undir tilfinningu fyrir samheldni og því að tilheyra. Tónlist gegnir einnig lykilhlutverki í menningarlegri varðveislu og hjálpar samfélögum að viðhalda og fagna arfleifð sinni. Tónlist er hluti af hagkerfinu Öflugt vistkerfi tónlistarnáms getur stuðlað að öflugu menningar- og efnahagslegu landslagi. Það hlúir að þróun listamanna, flytjenda og kennara í framtíðinni, skapar hringrás hæfileika sem styður staðbundinn og alþjóðlegan tónlistariðnað. Tónleikar, sýningar og tónlistartengdir viðburðir laða einnig að ferðaþjónustu, eflir staðbundið hagkerfi og stuðlar að menningarskiptum. Fyrir nokkrum árum var talsverð vinna lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. var gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra út frá gögnum Fjársýslu ríkisins, Hagstofu Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna (ath. skapandi greinar í heild, ekki eingöngu tónlist) nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 störf. Að auki má nefna að virðisaukaskattskyld velta tengd skapandi greinum er meiri en t.d. byggingariðnaðurinn skilar og er á pari við álframleiðsluna! Þessi peningur fer sem sagt beint inn í hagkerfið. Styrkir sveitarfélaga og ríkisins til tónlistarnáms eru fjárfesting til nútíðar og framtíðar samfélagsins. Með því að styðja tónlistarnám eru stjórnvöld að styrkja einstaklinga til að þróa mikilvæga færni sem nær út fyrir tónlistina sjálfa. Þessi fjárfesting skilar arði í formi menningarlega auðgaðs og efnahagslega lifandi samfélags. Lokaorð Tónlistin er afl sem sameinar fólk, fer yfir landamæri og auðgar líf þvert á aldur. Tónlistarnám stuðlar ekki aðeins að skapandi tjáningu og vitsmunalegum vexti heldur stuðlar einnig að einingu samfélagsins og styður andlega og tilfinningalega vellíðan samfélagsins í heild. Stjórnvöld gegna lykilhlutverki í að tryggja aðgang að tónlistarnámi fyrir öll og þurfa að gera sér grein fyrir djúpstæðum áhrifum þess á einstaklinga og samfélagið í heild. Með því að fjárfesta í tónlistarnámi þvert á aldur fjárfesta stjórnvöld í samfelldri framtíð þar sem umbreytandi kraftur tónlistar heldur áfram að dafna og auðga lífið og hagkerfið. Höfundur er fulltrúi eldri nemenda í tónlistarnámi, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og söngnemandi í Tónlistarskóla FÍH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlistarnám Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Oft er vísað til tónlistar sem alheimstungumáls. Tónlist hefur þann ótrúlega hæfileika að hún spyr ekki um aldur og gengur þvert á menningarlegar hindranir og landamæri. Áhrif tónlistar ná langt út fyrir eingöngu skemmtanagildið, tónlist auðgar lífið, hefur sameiningarkraft og eflir samfélagsvitund svo ekki sé talað um hagrænan ávinning. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms er óumdeilanlegur. Í ljósi umræðunnar í samfélaginu og breytinga á greiðsluþátttöku stjórnvalda í tónlistarnámi fullorðinna finn ég mig knúna til að setja nokkur orð niður á blað. Hvernig væri lífið án tónlistar? Ég hugsa að flestir séu sammála því að án tónlistar þá væri heimurinn ekki sá sami. Þó ekki nema brot af mannkyninu starfi við tónlist þá spilar tónlist samt sem áður stóran þátt í lífi okkar flestra. Án tónlistar þá væri furðulegt að fara út að skemmta sér, við myndum ekki syngja, færum ekki á tónleika, hljóðheimur kvikmynda væri mjög frábrugðinn því sem við þekkjum, engin tónlist í kirkjutengdum athöfnum og svo mætti lengi telja. Ávinningur tónlistar og tónlistarnáms Tónlistarnám hefur ekki eingöngu það hlutverk að auka færni einstaklinga til að spila á hljóðfæri eða nota söngröddina sína, tónlistarnám nærir sköpunargáfu, eykur vitsmunaþroska, tjáningu og samvinnu til að nefna aðeins brotabrot af þeim jákvæðu áhrifum sem tónlist og tónlistarnám hefur. Ávinninginn sem fæst af tónlistarnámi má auðveldlega yfirfæra á önnur svið og hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að tónlistarnám hefur jákvæð áhrif á námsgetu á öðrum sviðum. Tónlistarnám fyrir börn er mikið rannsakað efni, tónlist örvar heilavöxt, hefur jákvæð áhrif á þróun vitsmuna-, tilfinninga- og félagsþroska. Tónlistarnám eykur minni og ýtir undir þróun ýmissar færni, s.s. lausnamiðaðrar hugsunar. En ávinningurinn er ekki eingöngu bundinn börnum. Ávinningur fyrir fullorðna er einnig mikill. Einn mest rannsakaði þátturinn eru mótverkandi áhrif tónlistar á streitu, en streita er í dag einn helsti orsakavaldur kulnunar og örmögnunar með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Fyrir aldraða hafa rannsóknir sýnt fram á að tónlistarnám og/eða tónlistarmeðferð geti unnið gegn einangrunartilfinningu, aukið vitræna virkni sem og stuðlað að auknum lífsgæðum. Tónlistarnám – Fyrir öll? Nýlegasta útspil stjórnvalda er hrein og klár mismunun á svo margan hátt. Með því að setja þessi nýju viðmið mótframlagsins út frá aldri þá sitjum við ekki öll við sama borð. Það má að sjálfsögðu færa rök fyrir því að eldra fólk ætti að öllum líkindum að hafa efni á að greiða fyrir sitt nám án aðkomu stjórnvalda í formi mótframlags EN þetta er ekki svona einfalt! Ekki öll börn fæðast inn í fjölskyldu þar sem tónlistarnám er hreinlega í boði, námið er mögulega ekki álitið góður kostur, ekki alltaf fjárhagslegt svigrúm til að greiða fyrir nám sem gerir það að verkum að þessir einstaklingar hafa ekki sömu tækifæri og aðrir á meðan þeir falla innan þessara aldursviðmiða mótframlags. Eins er hreinlega ekki tónlistarnám í boði innan allra byggðarlaga og þeir einstaklingar hafa því ekki einu sinni kost á að hefja sitt nám snemma á lífsleiðinni. Dæmi eru líka um að börn stundi tónlistarnám snemma á lífsleiðinni en taki síðan hlé vegna annars náms (Menntaskóla, Háskóla) en hafi áhuga á að taka upp þráðinn seinna meir, ef þau falla þá utan aldursviðmiða er það ansi mikil hindrun fyrir að klára námið. Ekki má gleyma því að í einhverjum tilfellum eru einstaklingar sem þurfa að taka hlé á sínu tónlistarnámi eða fresta námi vegna barneigna, sérstaklega þegar fólk eignast börn snemma, langoftast konur. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki fjárhagslegan stöðugleika og/eða svigrúm til að stunda tónlistarnám á meðan börnin eru lítil. Varðandi söngnám þá er líka mikilvægt að taka fram að raddir, þá sérstaklega karlaraddir þroskast oft ekki fyrr en seinna á lífsleiðinni, jafnvel ekki fyrr en á þrítugs- eða fertugsaldri. Ætlum við að útiloka þann hóp? Ekki allir ná sínu „peak“ fyrir 26 ára aldur, sem dæmi þá urðu eftirfarandi tónlistarmenn ekki frægir fyrr en eftir fertugt: Willie Nelson, Bonnie Raitt, Thelonius Monk, Sia og Louis Armstrong… Tónlist treystir stoðir samfélaga Samfélög þrífast best þegar tengsl myndast í gegnum sameiginlega reynslu. Tónlist hefur þann einstaka hæfileika að skapa slík tengsl, hún sameinar fólk og ýtir undir tilfinningu fyrir samheldni og því að tilheyra. Tónlist gegnir einnig lykilhlutverki í menningarlegri varðveislu og hjálpar samfélögum að viðhalda og fagna arfleifð sinni. Tónlist er hluti af hagkerfinu Öflugt vistkerfi tónlistarnáms getur stuðlað að öflugu menningar- og efnahagslegu landslagi. Það hlúir að þróun listamanna, flytjenda og kennara í framtíðinni, skapar hringrás hæfileika sem styður staðbundinn og alþjóðlegan tónlistariðnað. Tónleikar, sýningar og tónlistartengdir viðburðir laða einnig að ferðaþjónustu, eflir staðbundið hagkerfi og stuðlar að menningarskiptum. Fyrir nokkrum árum var talsverð vinna lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. var gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra út frá gögnum Fjársýslu ríkisins, Hagstofu Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna (ath. skapandi greinar í heild, ekki eingöngu tónlist) nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 störf. Að auki má nefna að virðisaukaskattskyld velta tengd skapandi greinum er meiri en t.d. byggingariðnaðurinn skilar og er á pari við álframleiðsluna! Þessi peningur fer sem sagt beint inn í hagkerfið. Styrkir sveitarfélaga og ríkisins til tónlistarnáms eru fjárfesting til nútíðar og framtíðar samfélagsins. Með því að styðja tónlistarnám eru stjórnvöld að styrkja einstaklinga til að þróa mikilvæga færni sem nær út fyrir tónlistina sjálfa. Þessi fjárfesting skilar arði í formi menningarlega auðgaðs og efnahagslega lifandi samfélags. Lokaorð Tónlistin er afl sem sameinar fólk, fer yfir landamæri og auðgar líf þvert á aldur. Tónlistarnám stuðlar ekki aðeins að skapandi tjáningu og vitsmunalegum vexti heldur stuðlar einnig að einingu samfélagsins og styður andlega og tilfinningalega vellíðan samfélagsins í heild. Stjórnvöld gegna lykilhlutverki í að tryggja aðgang að tónlistarnámi fyrir öll og þurfa að gera sér grein fyrir djúpstæðum áhrifum þess á einstaklinga og samfélagið í heild. Með því að fjárfesta í tónlistarnámi þvert á aldur fjárfesta stjórnvöld í samfelldri framtíð þar sem umbreytandi kraftur tónlistar heldur áfram að dafna og auðga lífið og hagkerfið. Höfundur er fulltrúi eldri nemenda í tónlistarnámi, hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur og söngnemandi í Tónlistarskóla FÍH.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun